Dec 13, 2012

HUNDRAÐ!

Hundraðasta bloggfærslan mín á rúmlega mánuði. Geri mér ekki fyllilega grein fyrir því hvort það er gleðilegt tilefni eða hreinlega sorglegt.

Er ekki alltaf tilefni til að gleðjast og verðlauna sjálfa sig? Ég held það nú.


Ég fæ ekki í skóinn þannig að ég sé bara um mig sjálf og fæ mína glaðninga gegnum póstlúguna. Tveir pakkar í dag. Bara af því að ég er að skrifa hundruðustu færsluna og líka af því ég á þá skilið vegna vonbrigða innan veggja eldhússins.


Varalitir og gloss sem ég fékk héðan. Stykkið af varalitnum kostaði 400 krónur! Sem er gefins í mínum bókum. Ég ákvað allavega að prófa að panta þessa áður en ég hætti mér í einhverjar dýrari týpur. Ég er nefnilega að taka mín fyrstu skref sem varalituð manneskja. 




Litirnir sem ég fékk mér heita Posh og Sociable. Ég er búin að prófa báða og líst bara nokkuð vel á. Litirnir eru að minnsta kosti fallegir. Ég hefði tekið mynd af mér með þá ef ég væri ekki með bólu á hökunni. Hún er á stærð við hús þannig að það þýðir ekkert að reyna að meika yfir hana.


Fullt umslag af dýrindis góssi frá þessari búð. Ég er mjög æst í að prófa þetta allt saman. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þið séuð líka mjög æst í að heyra hvað mér finnst um þetta. 

Þá mun þessari hundruðustu færslu vera lokið. Það er best að ég skundi í ÁTVR og splæsi á mig einni rauðvín sem snöggvast. Svona tilefnum ber að skála fyrir. Þó svo að ég þurfi líklega að skála við sjálfa mig í þessu tilviki. 


No comments:

Post a Comment