Myndarlegheitin hjá mér eiga sér auðvitað engin takmörk. Mikill frumleiki í skreytingum - aðallega af því öll jarðaberin sem fengust í búðinni voru líklega eldri en sonur minn.
Það verður nú aðeins að leyfa sér á laugardögum. Og þegar ég segi ,,aðeins" þá meina ég að sjálfsögðu að rjúka út í búð og kaupa tveggja kílóa Quality Street dunk bara af því manni langaði í eitthvað gott.
Þarna sjáið þið minn uppáhalds mola lúra! Bleika dásemdin. Ég íhuga það hver einustu jól að láta sambýlismanninn róa út af þessum mola - mitt ráð til ykkar: finnið ykkur ekki lífsförunaut sem á sama uppáhalds mola og þið upp úr svona dunki! Við beitum hvort annað andlegu og líkamlegu ofbeldi öll jólin út af þessum bévítans mola. Einu sinni keyptum við TVO dunka til þess að geta borðað bleiku molana upp úr sitthvorum dunknum. Ógeð? Já.
Í kvöld hafði ég hugsað að bregða undir mig betri fætinum. Þá sjaldan maður lyftir sér upp.
Þetta er sko bara það sem fær að fljóta með mér út í töskunni í kvöld. Það fara talsvert fleiri tegundir á andlitið á mér áður en ég fer út á meðal almennings.
Ó, þetta mun renna ansi ljúft niður!
Gleðilegt laugardagskvöld!
No comments:
Post a Comment