Maður byrjar á því að finna sér einhvern skemmtilegan lit og augnskugga í duftformi sem passar vel og fallega við naglalakkið sem verður fyrir valinu. Síðan er ein nögl tekin fyrir í einu. Lakkinu skellt á og litlum haug af augnskugga smellt beint fyrir neðan nöglina - naglalakkið verður að sjálfsögðu að vera blautt ennþá!
Þegar þetta er klappað og klárt tekur maður sig til og blæs varlega á litla augnskugga-hauginn. Þannig að duftið svífur yfir nöglina og verður eftir í naglalakkinu. Mæli með því að blásið sé á þetta yfir vaskinum. Ég fattaði það ekki fyrr en á þriðju nögl (klukkan var hálf þrjú að nóttu til og ég nýbúin með baneitraða tebollann minn).
Puttarnir verða pínu subbulegir - en það er nú ekkert til að stressa sig yfir. Það þarf bara að bíða þolinmóður eftir að lakkið þorni og þá eru hendurnar þvegnar og subbuskapurinn rennur af.
Ekki gera þetta að nóttu til samt. Naglalakk er alveg agalega lengi að þorna á þeim tíma sólahrings. Miklu lengur en að degi til.
Skemmtilegt hugmynd sem hægt er að leika sér með í allskyns útgáfum.
Þetta er snilld Guðrún Veiga, SNILLD!
ReplyDeleteI KNOW! hahahaha!
Delete