Dec 2, 2012

NightTime Tea.

Ég tek stundum tímabil þar sem ég sef álíka mikið og fluga. Ef ég gef mér það að flugur sofi nákvæmlega ekki neitt. Ég fer upp í rúm, blaðra sambýlismanninn í svefn og velti mér svo um heillengi þangað til ég gefst upp og fer fram úr. Það skiptir engu máli hversu syfjuð ég er - ég sofna bara ekki. Ég næ kannski klukkutímalúr um þrjúleytið ef ég er heppin. Þar sem þetta er frekar þreytandi ástand til lengdar hef ég nú prófað ýmislegt.


Ég kaupi allt sem stendur sleep á. Alveg sama hvað það er - ef varan felur í sér loforð um svefn þá er hún seld. Þar á meðal er þetta te sem ég kippti með mér úr Bónus í síðustu viku. Ég er búin að fá mér tesopa fyrir svefninn eins og ég sé áttræð síðustu fjögur kvöld og það svona líka svínvirkar.


Ég er ekki einu sinni búin með bollann þegar ég er farin að slefa af þreytu. Góðri þreytu. Þreytu sem ég veit að steinrotar mig um leið og ég leggst upp í rúm. 


Ég sef líka eins og ungabarn. Ég svaf til dæmis til níu í morgun! Það er met. Ég er alltaf komin á vappið fyrir sex á morgnana - þó ég eigi barn sem sefur helst fram að hádegi. Ég er ekki lengur eins og fluga á nóttunni. Kannski meira eins og dauð fluga. 

Mæli með þessu undrate frá Pukka. Fæst í Bónus og örugglega víðar. Kostar innan við 500 kall. Sem er ekki neitt fyrir góðan nætursvefn. Hann er priceless!



2 comments:

  1. ég drekk sleepytime tea frá einhverju merki sem ég man ekki hvað er en umbúðirnar eru með bangsa í náttfötum.... það var það sem seldi mér mitt ;)

    kv. Sigga
    ps. þetta er orðið uppáhaldsbloggið mitt!

    ReplyDelete
  2. kærar þakkir fyrir það sigga!
    þú átt líka uppáhalds búðina mína! ;)

    ReplyDelete