Ég get ekki beðið eftir að klukkan slái sirka tvö. Þá helli ég mér kampavíni í glas og hefst handa við að gera sjálfa mig ómótstæðilega. Áramótaundirbúningur hefst ávallt klukkan tvö. Þá er ég passlega klár í slaginn þegar maturinn hefst klukkan sex. Já þetta ferli tekur fjóra tíma.
Ég skipti yfirleitt um föt allavega fimm sinnum á þessum fjórum tímum. Fer svo nokkrum sinnum að grenja yfir því að eiga engin föt. Geri um það bil tíu hárgreiðslutilraunir og fer svo að grenja yfir því að vera með ömurlegt hár.
Stundum er ég búin að mála mig en fæ svo kast og þríf allt af andlitinu á mér. Úff, svo ekki sé minnst á þegar ég hefst handa við að koma gerviaugnhárunum á - þá fyrst verður fjandinn laus! Þetta endar yfirleitt með grenji yfir því hvað ég sé misheppnuð og kunni ekki að mála mig.
Gamlársdagur er sennilega sá dagur ársins sem sambýlismaðurinn elskar mig hvað minnst.
En nóg um það! Hérna er smá innblástur fyrir kvöldið:
Eigið góðan gamlársdag. Ekki spara glimmerið. Það er aldrei of mikið af glimmeri. ALDREI segi ég!
No comments:
Post a Comment