Ah, Mr. Big. Þarna hittir hann naglann á höfuðið. Það skiptir svo ótrúlega miklu máli að hlæja. Hlæja saman og vera glöð. Ég reyni að fá sambýlismanninn til þess að hlæja á hverjum degi. Gengur misvel. Stundum held ég reyndar að honum langi helst að fara að gráta.
Bók sem ég er að lesa fyrir lokaritgerðina mína í meistaranáminu. Ég er bara að lesa hana í námslegum tilgangi. Ég sver það.
Ég á það til að naglalakka mig. Svona annað slagið. Tvisvar á dag eða svo.
Villt laugardagskvöld. Skólabækur og brennd pizza. Já það var ég sem eldaði.
Ég geri mitt besta til að vera með sól í hjarta þessa dagana. Þess vegna fer ég um allt í gulum strigaskóm. Það gengur misjafnlega vel að viðhalda sólskini í lífi mínu í janúar. Ég og þessi bannsetti mánuður eigum bara alls ekki skap saman.
Ég fór í sjoppuna um daginn. Ætlaði að kaupa einn piparsleikjó. Þessi kassi fór með mér heim.
Hjartað mitt að fara hamförum í Nintendo Wii ásamt föður sínum.
Ég fæ ósjaldan svona tilkynningar inn um póstlúguna. Bölvuð Ebayfíkn.
Þetta kom einmitt til mín í dag. Frá Kína. Ég styrki ekki einungis innlent hagkerfi. Mínir peningar flæða um allan heim. Kannski ekki beint mínir peningar - jahh, ég og LÍN eigum þá saman.
Ég og Marilyn vinkona mín saman á kósýkvöldi.
Lífsmottóið.
Ykkur er velkomið að fylgjast með Instagram-gleði minni, gveiga85 er notendanafnið.
Það er best að stökkva til og sinna afkvæminu. Hann er að fara í afmæli og getur ómögulega ákveðið í hvaða fötum hann vill vera.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það er á hreinu.
No comments:
Post a Comment