Jan 30, 2013

Miðvikudags.




Ég er næstum dáin úr hamingju yfir þessari ullarpeysu sem ég keypti í Gyllta kettinum um daginn. 3000 krónur - svona líka hræódýr. Gyllti kötturinn var með langbestu útsöluna á landinu þennan janúarmánuð. 

Ég tel mig fyllilega geta dæmt um það þar sem ég þræddi útsölur bæði á Akureyri og í Reykjavík. Það var 50% afsláttur af öllu í búðinni hjá þeim alveg frá upphafi, peysudagar, pelsadagar og núna í útsölulok voru pokardagar. Þar gastu troðið eins mikið og þú vildir af fötum í poka en borgaðir bara ákveðið verð fyrir hann. 

Ég hefði hugsanlega verið tilbúin til þess að gefa af mér einn eða tvo útlimi til þess að taka þátt í slíkri gleði.

Áhugaverður dagur framundan. Í dag er ég mannfræðingur. Fyrsti dagur í vettvangsrannsókn fyrir meistararitgerð og ég er farin að svitna á rassinum. Kaffibolli númer átta er að klárast og fötin farin að límast við mig. 

Ekki samt spyrja mig hvað mannfræðingar gera.

Ég er ennþá að reyna að komast að því sjálf.

No comments:

Post a Comment