Jan 30, 2013

Sokkasnúður.



Ég er búin að gera brjálæðislega margar tilraunir með þennan snúð. Maður tekur sokk og klippir framan af honum - rúllar sokknum síðan upp í kleinuhring svona eins og á myndinni. Síðan er þessu rúllað upp taglið.

Einfalt mál? Nei ekki fyrir mig.

Þetta tekst alltaf fullkomlega ef ég nota svona svamp eins og hægt er að kaupa út um allt. En núna er svampurinn minn dáinn og ég finn hvergi nýjan eins og ég fíla.

Ég er búin að eyðileggja örugglega 10 sokkapör í þessum snúðatilraunum. Sambýlismanninum til mikillar gleði. Ég tek nefnilega alltaf sokkana hans því þeir eru miklu stærri. Og markmiðið er auðvitað að ná snúðnum eins stórum og hægt er.

Ég er augljóslega algjört ógeð að vera að troða sokkum af sambýlismanninum í hárið á mér. En það er ekki til umræðu núna.

Ég þarf að finna út hvað ég er að gera vitlaust við þessa greiðslu. Er einhver sérstakur galdur við hana sem ég er ekki að fatta? Eða er ég eina manneskjan á Íslandi sem treður sokkum í hárið á sér?

Hjálp!

(Myndin er héðan).

9 comments:

  1. ég á svona svamp.. í fullu lífi.

    ReplyDelete
  2. Vá ég skil ekki heldur hvernig þetta er hægt!

    ReplyDelete
  3. þetta er fáránlegt! þessi mynd hlýtur að vera blekking!

    ReplyDelete
  4. horfði á myndband með þessu á youtube um daginn... virkar rosalega einfalt, en er það eflaust ekki ;) en notar maður bara bómullarsokka í svona lagað?

    ReplyDelete
    Replies
    1. já ég var einmitt búin að skoða þetta mál e-h á youtube þar sem þetta virkaði allt mjög idíótprúf. eeen nei, þetta tekst samt ekki - að minnsta kosti ekki næstum jafnvel og hjá píunum hjá youtube! :)

      ég hef bara notað bómullarsokk. mér finnst samt eins og ég þurfi dálítið langan og stífan sokk. hahaha, ef slíkur sokkur er til einhversstaðar.

      æ annars held ég að ég sé hætt að reyna þetta. hef ekki þolinmæði í þetta!

      Delete
  5. Klippa af þykkum nælonsokkabuxum, ekki bómullarsokk

    ReplyDelete