Jan 24, 2013

Sængurgjöf.

Sængurgjafir eru svo skemmtilegar gjafir. Það er svo ægilega gaman að velja eitthvað fallegt og leyfa sér að kafna úr krúttlegheitum.

Síðan mitt afkvæmi kom í heiminn fyrir að verða sex árum (sjitt!) hef ég verið ákaflega hrifin af svokölluðum kjánahúfum. 





Ein lítil vinkona mín fékk þessa í gjöf rétt fyrir jólin. Þessar húfur eru alveg æðislegar. Ótrúlega mjúkar og hlýjar. Það má kaupa þær hér. Þær eru sérsaumaðar og þú getur yfirleitt valið þá liti sem þig langar í.


Hérna má sjá litla hlöllabátinn minn með sína húfu fyrir alltof löngu síðan.


Það má að sjálfsögðu ekki gleyma mömmunni þegar gefnar eru sængurgjafir. Ég man hvað mér þótti ótrúlega vænt um það sem ég fékk á sínum tíma. Þessa bók gaf ég í ,,mömmugjöf" með kjánahúfunni góðu. Ég keypti hana hér. Bókin er stútfull af allskonar skemmtilegheitum um tísku, hár og förðun. Hún hittir örugglega í mark hjá flestum kvenmönnum.

Jæja, áfram með þennan fimmtudag. Alveg að koma helgi.

Alveg að koma tími á rauðvín.

No comments:

Post a Comment