Í gærkvöldi greip litli fimm ára álfurinn minn um bumbuna á sér og sagði ,,vá mamma ég er feitur - ég þarf að fara í megrun." Ég og sambýlismaðurinn fengum áfall - vægt til orða tekið. Ég vissi ekki einu sinni að orðið megrun væri til í hans orðaforða.
Ég get ekki ímyndað mér hvar hann hefur nákvæmlega lært þetta orð - eða í hvaða samhengi það er notað. Ég held að það fari lítið fyrir megrunarumræðum á þessu heimili - en ég get þó ekki útlokað að hann hafi einhverntíma hlustað á slíkt tal. Hann horfir auðvitað á sjónvarp, gengur í leikskóla og umgengst fullt af fólki og öðrum börnum daginn út og inn. Hvar hann hefur gripið þetta bölvaða orð á lofti er ómögulegt að segja. Ég ætla bara rétt að vona að megrun sé ekki umræðuefni meðal leikskólabarna.
Ég fæ hroll við tilhugsunina.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Sérstaklega þegar lítil sál er annars vegar. Með lítil eyru sem heyra meira en við höldum.
æj mig auma.. anja sagði einmitt um daginn að hún væri með feitan maga í einhverri flík. mamman tók tryllingskast og öll uppeldisráðin í bókinni voru dregin fram!
ReplyDeletejá þau slá mann alveg út af laginu með svona kommentum. ég er ennþá í tryllingskasti. græja uppeldið þegar ég er komin yfir það versta!
Delete