Feb 21, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Þetta stórglæsilega bleika burstasett datt inn um lúguna hjá mér í gær. Sjóðheitt beinustu leið frá Hong Kong. Pantað á Ebay, að sjálfsögðu. Það kostaði mig heilar 190 krónur íslenskar hingað komið. Góð kaup - ó já. Þeir eru auðvitað engin merkjavara eða neitt slíkt. En mér stendur nokkuð á sama. Mig vantaði bursta til að dröslast með í töskunni minni og við fyrstu prufukeyrslu virðast þeir þjóna sínum tilgangi ansi vel.



Þetta eru bestu molar sem ég hef smakkað. Þeir fást í Krónunni. Þess má geta að þetta er annar pokinn sem ég slátra í vikunni. Og þetta eru ekkert sérstaklega litlir pokar, því miður. Að setja tvo mola upp í sig í einu og sjúga eins og maður eigi lífið að leysa. Oh, algjört himnaríki!



Ég stóðst ekki freistinguna. Ég varð að eignast þetta lakk úr sumarlínu OPI - Euro Centrale. Ég var búin að ganga of oft fram hjá því og neita mér um það. Það var ekki við öðru að búast en að ég myndi bugast einn daginn. Ég veit ekki af hverju þessi litur greip mig svona. En ég elska hann. Ég skvetti samt smá glimmeri yfir neglurnar líka. Glimmer gerir allt fallegra.


Mmm, að finna eitthvað ,,gamalt" en glænýtt inni í skáp hjá sér. Afskaplega skemmtilegt. Ég fann þessar fínu diskóbuxur áðan og tvenn pör af eyrnalokkum. Man ég eftir að hafa keypt þetta? Nahh, ekki alveg. Þarf ég á hjálp að halda? Jahh, mögulega.


Eftir rúmlega tvo tíma dett ég í fangið á þessari elsku. Nei, ekki Degi B. Eggertssyni - því miður. Elskan í þessu tilfelli er systir mín. Hún mun taka á móti mér á Reykjavíkurflugvelli klukkan tíu. Mikið sem það verður góð stund. 

Þetta er námsferð sko. Ekki verslunarferð. Námsferð. 

Námsferð, já.

10 comments:

  1. Þori að veðja að ég hitti á þig í einhverri verslunarmiðstöð um helgina :)

    kv.Jóa

    ReplyDelete
    Replies
    1. uss. vertu ekki með þessa vitleysu jóhanna björk magnússdóttir!

      Delete
  2. mér þykir svo vænt um að einhver þjáist af sama sjúkdómi og ég.

    ReplyDelete
  3. Það gleður mig fátt jafn mikið og fólk sem elskar sterkt nammi!

    ReplyDelete
    Replies
    1. mmm. enda bara smekklaust fólk sem elskar það ekki!;-)

      Delete
  4. Úff...hvað áttu mörg naglalökk? :-) Eigum við að stofna býttiklúbb? Eða "naglalakksbókasafn"? Hrikalega glöð að frétta að hugsanlega eigi einhver hér á landinu fleiri naglalökk en ég......það væri rooosalega huggandi.... :-)

    ReplyDelete
  5. hahahaha. ég þori ekki að telja naglalökkin mín. ég held einmitt á einu akkurat núna sem ég var að eeeeenda við að kaupa!

    naglalakksbòkasafn hljómar samt ansi vel.

    ReplyDelete
  6. Hæhæ, hvernig eru þessir makeup burstar að virka fyrir þig? Mæliru með þeim? Hverju leitaru eftir á ebay? Takk aftur fyrir frábært blogg, kveðja, Elín

    ReplyDelete
  7. ég verð að játa að ég hef eiginlega bara prófað tvo stærstu burstana - þessa sem maður notar fyrir púður og kinnalit. ég hef heldur ekki verið að nota þá á hverjum degi heldur hef ég þá í töskunni minni, svona fyrir neyðartilfelli :)

    þeir eru bara alveg fínir - svona til þess að nota annað slagið að minnsta kosti, meiri reynslu hef ég ekki af þeim ennþá :)

    en mig minnir að ég hafi bara leitað af "make up brushes" á ebay, það kemur hellingur upp. ég fékk þessa svona hræódýra af því ég var sú eina sem bauð í þá :)

    ReplyDelete