Feb 20, 2013

Hið eilífa vandamál.

Síðan ég var 16 ára hef ég annað slagið lent í rosalegu hárlosi. Þetta hefur yfirleitt verið tímabundið ástand en ég hef samt tvisvar lent í því að missa svo mikið hár að ég hef þurft að hylja á mér höfuðið vegna þess að ég hef bókstaflega verið komin með skalla. Sem er ekki töff. Og sálin á manni höndlar það ekkert ofsalega vel.

Síðasta hárlos sem ég lenti í hófst í mars 2012. Ég beið nokkuð þolinmóð eftir að því lyki en svo fór nú aldeilis ekki. Í október 2012 hafði hárið á mér þynnst verulega og ég var búin að prófa öll heimsins sjampó, allskonar hármeðferðir og éta líkamsþyngd mína af vítamínum.

Ég fór til lækna, fór í blóðprufur, pissaði í glös og fékk sterkar vítamínsprautur. En nei. Hárið vildi bara af. Og enginn gat fundið neina útskýringu á þessu hvimleiða vandamáli sem var alveg að koma mér á hæli.

Í janúar 2013 rekst ég á þessa grein. Ég var búin að prófa allt. Ég gat alveg eins prófað að klína rassakremi í hárið á mér líka.


Hárið á mér hafði þynnst mest framan á höfðinu og það mátti sjá litla hárlausa bletti í toppnum á mér ef vel var að gáð. 

Síðan um miðjan janúar hef ég smurt þessu dásamlega kremi samviskusamlega í hausinn á mér annað hvert kvöld. 


Þetta er kannski ekkert það geðslegasta. Kremið er þykkt og feitt. En það er þó alls ekki erfitt að ná því úr hárinu. Það rennur alveg úr með einum góðum þvotti.


Í dag - rúmlega mánuði eftir að ég að ég byrjaði að nota kremið er hárlosið snarhætt. Það dettur ekki eitt hár af höfðinu á mér og ég lít út eins og einhver fiðurfénaður því hausinn á mér er fullur af nýjum pínulitlum hárum. 

Ég ætla að þakka kreminu fyrir þetta kraftaverk. Ég hef prófað ALLT og nákvæmlega ekkert hefur virkað sem skyldi. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég verð vör við svona rosalega mikið af nýjum hárum eftir hárlos. Sem er ákaflega gleðilegt.

Rassakrem í hárið. 

Það fær svo sannarlega mín meðmæli.

10 comments:

  1. Árum saman hef ég notað þetta krem á andlitið á mér og fæ ekkert sem er betra. Þakka samt guði fyrir að ég er ekki eins loðin og api í andlitinu, þar sem ég hef heyrt af hárvexti og þessu kremi ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. hahahahaha. já mig langar sárlega að klína þessu á mig alla. en þori því aaaallls ekki. ég vil bara hafa hár á höfðinu! ;-)

      Delete
  2. Ó shit! Þetta nota ég í andlitið á mér því ég á við andlitshelvítisþurkvandamál að stríða. Ætla rétt að vona að hárvöxturinn fari ekki að aukast þar.
    -Heba

    ReplyDelete
    Replies
    1. nahh, ég hef heyrt um marga sem nota þetta í andlitið. en ekki heyrt um neinn sem hafa fengið skeggvöxt í kjölfarið!:)

      Delete
  3. Best að prófa þetta!!! er alveg að verða skollótt, hef einnig verið með svona hárlosbull frá því fljótlega eftir að ég fermdist. Þá var ég með þykkt og massívt hár, svo fór það bara að hrynja af með ljótum skallablettum, núna er ég með fjórum sinnum þynnra hár án gríns og eftir óléttuna þá er það aftur byrjað að hrynja af. Thanks for the tips ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. já þetta hefur eiginlega verið nákvæmlega sama saga hjá mér. hárið á mér er helmingi þynnra en það var hérna á árum áður.

      ég mæli algjörlega með að þú prófir þetta! :)

      Delete
  4. Ég var að velta því fyrir mér hvað þú hefur kremið lengi í? Sefuru með það í hárinu og ferð i sturtu daginn eftir eða?
    Kv. Ein sem er búin að glíma við hárlos í ca 5 ár og hefur reynt allt!

    ReplyDelete
    Replies
    1. heyrðu, ég set kremið í svona hálftíma áður en ég fer að sofa. ég er með frekar sítt hár þannig að ég tek það svo bara saman í fléttu og sef með kremið í hárinu. síðan hef ég bara þvegið hárið þegar að ég vakna.

      ég miða samt við að klína kreminu í hársvörðinn - ekki hárið sjálft, þó að það smitist auðvitað eitthvað þangað líka.

      ég er samt bara að gera þetta annan hvern dag sko - ég hef nefnilega alls ekki þolinmæði í að vakna nógu snemma fyrir hárþvott á hverjum morgni :)

      Delete