Mar 30, 2013

Drykkur dagsins.


Þetta er agalega ferskur og góður drykkur, skiptir engu máli hvort þið elskið eða hatið rauðvín - það finnst ekkert afgerandi rauðvínsbragð og allir geta verið hamingjusamir.



Í þennan drykk þarf:

Rauðvín
Fáein frosin hindber
Nokkur frosin jarðaber
Sprite

Magnið sem þið notið fer alveg eftir því hversu marga drykki verið er að blanda. 


Berin fara í blandara eða undir töfrasprota ásamt góðum slurk af rauðvíni.


Þegar berin og vínið eru orðin að mauki er blöndunni hellt í glas.


Síðan er Sprite sett saman við.


Afskaplega bragðgott. Svo eru berin líka full af trefjum sem hjálpa páskaátinu að komast hratt og vel í gegnum kerfið. Já, þetta er hollur og góður drykkur. Hollusta sem ég kann svo sannarlega að meta.

Mæli með að þið prófið.

Heyrumst.

No comments:

Post a Comment