Útsýnið úr bílastæðinu mínu var vægast sagt dásamlegt í dag. Mínus snjórinn. Helvítis snjór.
Ég gat ómögulega ákveðið hvaða naglalakk væri við hæfi í svona fallegu veðri eins og í dag. Þannig að ég smurði bara allskonar litum á mig. Sumarlegt? Já. Fallegt? Það er smekksatriði.
Ég er með vandræðalegt blæti fyrir vintage sófasettum. Ég kom auga á þetta sófasett í safnaðarheimili kirkjunnar í dag. Sambýlismaðurinn harðneitaði að hjálpa mér að stela því. Hann er örlítið heiðarlegri en ég og þvertók fyrir að stela sófasetti frá kirkjunni.
Ég elska veislur. Elska þær. Ég er eins og kálfur að vori þegar ég kemst í almennilegt kökuhlaðborð.
Nýjasta áhugamálið mitt. Þetta er dót sem syni mínum var gefið. Hann hefur að vísu ekki fengið það í hendurnar ennþá því ég læt þetta ekki frá mér. Þetta er skafmynd og maður skafar í línurnar með bláa áhaldinu á myndinni. Mér finnst þetta ákaflega róandi og get setið og skafað eins og vindurinn tímunum saman. Mjög eðlilegt.
Eigið góða, gleðilega og pakksadda páska. Það er svo sannarlega mitt plan.
haha! æj mig auma.. anja fékk líka einhverntímann svona skafdót og ég stal því. hún hefur aldrei komist nálægt því.
ReplyDeleteá því erum línurnar sem koma í ljós glimmerskærlitaðar!
ooh þetta er svo skemmtilegt þetta skaf! en hvar ó hvar get ég fengið e-h sem er glimmerskærlitað? ég er vandræðalega spennt fyrir því!
ReplyDelete