Mar 27, 2013

Ofnbakað eplasnakk.


Þetta er ógurlega gómsætt. Og hollt líka. Sem skemmir alls ekki fyrir þar sem ég fæ eiginlega illt í magann við það eitt að hugsa um átið sem er framundan. Æ, svo ég hakkaði líka í mig heilt páskaegg í gærkvöldi þannig að samviskan hefur verið dálítið lasin í dag.


Það sem þarf er:

2 rauð epli
2 teskeiðar kanill
1/2 teskeið múskat
1 teskeið af sykri er líka leyfileg ef manni langar. Slíkt var ekki í boði á þessu heimili í dag.

Kanill og múskat fara saman í skál. Eplið skorið í þunnar sneiðar og skellt í ofan í skálina og ,,hrært" saman við. Þegar eplaskífurnar eru orðnar vel þaktar í kryddi er þeim raðað á ofnplötu með bökunarpappír á.



Þetta fer síðan inn í 100° heitan ofn og dúsir þar í svona einn og hálfan, jafnvel tvo tíma. Þangað til skífurnar eru orðnar stökkar og fínar. Síðan þarf að hemja sig aðeins og leyfa þeim að kólna. Bannað að hakka þetta ljúfmeti í sig á meðan það er heitt. 


Ótrúlega gott. Og lyktin í húsinu á meðan þetta er í ofninum,

Namm!

No comments:

Post a Comment