Í gær var ástandið svona.
Í morgun var það orðið örlítið betra.
Þessu er þó ekki lokið. Enda er ég ekki búin að gera neitt nema fjarlægja allt ruslið af skrifborðinu. Ég á eftir að setja upp nýjar gardínur og skreyta veggina dálítið. Það gerist um leið og sambýlismaðurinn hleypir mér í verkfærakassann sinn.
Hann er reyndar með einhverja andskotans stæla í augnablikinu og leyfir mér ekki að koma nálægt þessum blessaða verkfærakassa. Það gæti mögulega verið út af því að einu sinni ætlaði ég að vera sæt og góð og taka til í kassanum fyrir hann. Ég henti allskonar rusli úr honum, skrúfum, nöglum, töppum og einhverju sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir. Mér fannst þetta bara vera rusl af því þetta lá eins og hráviði út um allt og virtist ekki eiga sér neinn stað á meðal verkfæranna.
Mér skjátlaðist víst eitthvað aðeins. Það sem ég henti var víst ekki rusl og þessi tiltekt mín fékk ekki neitt sérstaklega góð viðbrögð.
Það endar líklega þannig að ég verð að kaupa minn eigin hamar. Og nagla já.
Ég býð upp á fleiri myndir þegar að þessari yfirhalningu verður endanlega lokið.
Adiós.
No comments:
Post a Comment