Apr 11, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Undurfagrar glimmernaglaþjalir! Verst að ég get ekki notað þær af ótta við að glimmerið skemmist. Þá yrði ég auðvitað alveg eyðilögð manneskja. Þær verða því upp á punt eitthvað áfram. 



Kjarakaup úr Tiger á Akureyri. Þrjár snyrtitöskur fyrir 600 krónur. Það hlýtur að vera gjafaprís. Svo eru þær líka svo sætar og mjúkar. Og bleikar og blómóttar. 



Þetta er besta rauðvín í heimi. Það heitir Sangre de Toro og er unaður í glasi. Ef þið eruð rauðvínsdrykkjumanneskjur, ókei eða rauðvínsþambarar eins og ég, þá mæli ég eindregið með því að þið smakkið. Þið verið ekki svikin. Lofa.


Ah, þetta súkkulaði. Fullnæging fyrir bragðlaukana. 70% súkkulaði með myntubragði. Hallelúja. Ég gæti vel hent sambýlismanninum út og lifað hamingjusöm með þessu stykki til æviloka.



Ég ákvað að splæsa í bakka undir áfengislagerinn minn. Kemur aldeilis fínt út. Sambýlismaðurinn á að vísu eftir að lakka hann hvítan fyrir mig. Ég sendi honum verkbeiðni þess efnis fyrir rúmum mánuði. Ég fer alveg að hefjast handa við að röfla. Sem ég geri nota bene aldrei.

Núna ætla ég að eiga fallegt fimmtudagskvöld og fá mér rauðvínsglas. Ég á það skilið. Ég er vinnandi manneskja þessa dagana.

5 comments:

  1. Áfengisbakkinn er ótrúlega töff...:)

    ReplyDelete
    Replies
    1. gefur mér allavega ljómandi góða afsökun fyrir stöðugum áfengiskaupum ;-)

      Delete
    2. Já ekki skemmir það fyrir! Þú verður svo að setja inn fyrir og eftir mynd af bakkanum þegar hann verður reddí hvítur :)

      Delete
  2. Verkbeiðni - snilld :) þarf að koma upp svoleiðis kerfi heima hjá mér ;)
    en er nokkuð mál að spreyja bara bakkann hvítan ?
    Hilsen frá seyðis,
    Halla

    ReplyDelete