Apr 10, 2013

Gleym-mér-ei.

Hugsanlega kemur þetta ástkæra blogg mitt til með að líða nokkrun skort fram yfir kosningar. Þið megið ekki örvænta og yfirgefa mig - alls ekki. Ég er ekki farin neitt. Tími minn þessa dagana er af dálítið skornum skammti.

Eins og ég sagði um daginn kom ég heim frá Akureyri með ákaflega spennandi verkefni í farteskinu.
Í augnablikinu sinni ég sem sagt starfi aukakosningastjóra Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Það er stutt í kosningar og mörg verkefni framundan. Mjög mörg.

Þannig að ég verð aðeins að forgangsraða. Lærdómur, kosningar og ætli fjölskyldan endi ekki í þriðja sæti þessa daga sem eftir eru fram að 27.apríl. Bloggið fer í fjórða sæti. Ég mun þó leggja mig fram við að vanrækja það ekki gjörsamlega. Eitt blogg á dag er markmiðið - sjáum síðan hvernig það endar.


Ein gömul og góð speglamynd í tilefni dagsins. Svo ég falli ekki í gleymsku. 

Ykkur er líka velkomið að fylgjast með á Instagram - @gveiga85. Ég skil símann minn sjaldan við mig og er ansi dugleg að henda myndum þar inn.

Þangað til næst lömbin mín.

3 comments: