May 23, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.



Ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því hversu undursamlegt þetta Baileys-súkkulaði er. Það er hreinlega taugatrekkjandi að borða það. Hvílík hamingja sem þýtur um æðarnar. Það fæst í Nettó og engin súkkulaðifíkill eða Baileysþambari ætti að láta þessa dásemd framhjá sér fara.


Nýjasta áráttan: kaupa slæður á Ebay og vefja þeim um hausinn á mér í ýmsum útgáfum.



Varasalvar sem gleðja augað talsvert meira en varirnar.


Litli fimm ára furðufuglinn minn veit ekkert betra en brauð með kæfu og kavíar. Það liggur við uppköstum þegar hann neyðir mig út í þennan smurning. Áferðin á kæfunni og lyktin af kavíar. Jakk! Algjörlega banvæn blanda. Hann getur heldur ekki borðað brauðið nema að það sé eitthvað sérlegt listaverk á því. Æ, mér þykir samt ákaflega vænt um hvað hann er dásamlega furðulegur stundum.


Ó, Lucky Charms. Ég stalst til að kaupa kassa í dag. Handa barninu sko. En hann vill bara kæfu og kavíar. Þannig að ég var tilneydd til þess að fá mér eins og eina skál. Sem urðu síðan þrjár. Ekki má þetta fara til spillis.

Eigið ljúft fimmtudagskvöld mín kæru.

No comments:

Post a Comment