May 19, 2013

Sumarsæla.

Loksins fengum við smá smjörþef af íslensku sumri. Það átti sér stað í gær - í dag líta hlutirnir ekki alveg eins vel út. Og nýbyrjuð vika víst ekki heldur. Að minnsta kosti samkvæmt sambýlismanninum sem sér mér fyrir veðurfregnum.

Oh. Mig langar í sumar. Alla daga. Alltaf.


Þessi stalst út eldsnemma í gærmorgun að týna blóm handa mömmu sinni. Vel stígvélaður og á brókinni. 


Litla elskan sem veit fátt fallegra en fífla.




  

Ég rifjaði upp gamla handahlaupstakta. Tók þrjú misgóð handahlaup og er með harðsperrur í höndunum í dag. Ég þarf virkilega að íhuga að fara að hreyfa mig að staðaldri.

 


Dagurinn endaði á grillveislu og fáeinum kokteilum í góðum félagsskap. Ég er kannski örlítið djörf að nota orðið ,,fáeinir". Því kokteilarnir voru fleiri en einn og fleiri en tveir. En það er í lagi. Það er að koma sumar.

Þá má allt.

2 comments:

  1. það sem vakti nu meiri athygli hjá mér en skóbúnaður baunarinnar á brókinni var skóbúnaður sambýlismannsins!! SOKKAR & FLIPP-FLOPPS! really...

    ReplyDelete
    Replies
    1. hahahahahahahahahahahahaha. ég elska þig!

      sko. sambýlismanninum til varnar þá stukkum við út til þess að leita af barninu okkar sem stakk af í blómatýnslu án þess að láta kóng né prest vita. ég vil meina að þetta með flipp-floppsið hafi verið slys sko.

      en ég get svo svarið það. þegar ég var að setja þessa mynd inn var ég mjög tvístígandi út af þessum fokkings sandölum. en svo hugsaði ég ,,æ það tekur enginn eftir þessu.."

      ...gat verið að þú kæmir auga á þetta jón spæjó þarna!

      Delete