Ég er mikill nachosaðdáandi. Hugsanlega myndi ég borða að minnsta kosti einn skammt af þessu á dag ef rassinn á mér væri ekki þeim hæfileikum gæddur að stækka á ljóshraða.
Nachos:
Tortillaflögur
Salsasósa
Yfirgengilegt magn af osti
Ferskt chilli
Tortillaflögunum er púslað í botninn á eldföstu móti. Fullt af osti yfir. Meira af flögum. Meiri ostur. Þið náið heildarmyndinni vænti ég. Síðan má skvetta salsasósu hingað og þangað. Að því loknu er þessu skellt í ofninn á 180° í tæplega korter.
Nachosið er borið fram að sýrðum rjóma, salsasósu og guacamole.
Þetta var verulega gott. Óhollt já - samt hollt fyrir sálina.
No comments:
Post a Comment