May 21, 2013

Nauðsynjavara fyrir kaffifíkla.



Take-away pressukanna! Þvílík dásemdaruppfinning. Og hún virkar bæði fyrir kaffi og te. 



Kaffi, sjóðandi vatn og hræra aðeins - látið standa í fjórar mínútur. Og svo pressa! Tjah, líklega kunna allir kaffifíklar á pressukönnur. Ég tala sjálfsagt fyrir tómum eyrum með þessum leiðbeiningum.



Nóg af myndum af þessari athöfn. Aðallega til þess að sýna neglurnar á mér sem ég skreytti svo gaumgæfilega í gærkvöldi. Já ég er atvinnulaus í sumar og hef allan tíma í heimi til þess að dunda við minn uppáhalds líkamshluta - neglurnar.


Kaffisopinn er guðdómlegur úr þessari könnu og helst heitur vel og lengi. Það fylgdi líka aukalok þannig að það þarf ekkert endilega að stunda einhverskonar pressuframkvæmdir. Þetta getur líka verið bara take-away bolli. 

Pressukaffið er samt best. Ég er á fjórða bolla síðan rétt fyrir hádegi. Komin með þennan fína hjartslátt og verð örugglega vakandi fram að áramótum.

Svona bollar fást hér - kosta að vísu dálítið mikið meira en ég keypti minn grip á í Köben. En hvað gerir maður ekki fyrir gott kaffi?

No comments:

Post a Comment