May 22, 2013

Sumarplön.


1. Fara í lautaferðir. Með nesti og nýja skó. Það er svo dásamlegt að keyra bara eitthvað út í buskann með teppi og vel mæjónesaðar samlokur. 

2. Halda garðpartý. Grilla og drekka Coronabjór með limesneið. Ég fæ fiðrildi í magann við tilhugsunina.

3. Lesa bækur. Það er fullmikil bjartsýni að halda að hér muni skína sól alla daga. Ó, ég ætla að setjast að í sófanum mínum með fullt af bókum. Bless súru skólabækur. Halló Hunger Games.

4. Sofa í tjaldi. Ugh. Bara fyrir barnið mitt. Eina nótt. Hugsanlega drekka heila rauðvínsbelju á meðan þessari útilegukvöl stendur.

5. Eyða mörgum dögum á Seyðisfirði - einum af mínum uppáhalds stöðum á jörðinni.

6. Halda matarboð. Ég er alltof löt við það. Eins og þau geta verið skemmtileg.

7. Æfa mig að elda. Svo matarboðin verði nú sæmileg. 

8. Hætta að eyða peningum í vitleysu. Ég meina það. Jah, nema þegar það koma útsölur. Eða önnur tilboð. Eða afslættir einhverskonar.

9. Horfa á yfirborðskenndar bíómyndir og borða ostapopp.

10. Elska, faðma og njóta.

2 comments:

  1. Æji má ég vera með í einhverju af þessu, þetta hljómar verulega spennandi!

    ReplyDelete
    Replies
    1. þér er velkomið að fara með barnið mitt í útilegu í minn stað! ég verð heima með beljuna!

      Delete