Þetta er gott. Mjög gott. Salt og súkkulaði er besta blanda í heimi líkt og ég hef prédikað svo oft áður.
Vel þroskaður banani er skorinn í bita. Kokteilpinnum, nú eða bara tannstönglum, er stungið í bitana. Þetta fer síðan í fyrsti í að minnsta kosti tvo klukkutíma.
Það er nokkuð ljóst að ég er með óuppgötvaða sjónskekkju. Þessir bananabitar mínir eru allir skakkir og ljótir. Svo ekki sé minnst á bölvaða pinnana - hrikalegt.
Þegar bananabitarnir eru orðnir frosnir og fínir má bræða saman einn bolla af dökku súkkulaði og tvær matskeiðar af kókosolíu (nota bene: þessi mixtúra er líka guðdómleg íssósa!). Passa þarf að súkkulaðið verði ekki of heitt.
Sjávarsalt - það setur punktinn yfir i-ið í þessu ljúfmeti.
Bitunum er dýft í súkkulaðisósuna, henni leyft að storkna og salti svo stráð yfir. Þetta má síðan snæða um leið. Eða stinga aftur inn í frysti og geyma til betri tíma.
(Hugmyndin er héðan).
No comments:
Post a Comment