Jul 28, 2013

Heimatilbúið kaffisýróp.



Þetta er einfalt, gómsætt og hræódýrt - miðað við hvað svona sýróp kostar úti í búð (þá geng ég að því vísu að flestir eigi hráefnin nú þegar uppi í skáp).

Vanillusýróp:

2 bollar vatn
2 bollar sykur
1/2 teskeið vanilla extract

Vatnið og sykurinn er hitað við lágan hita þangað til sykurinn leysist alveg upp. Þá er vanillunni bætt út í og voilá, ótrúlega bragðgott sýróp sem gerir góðan kaffibolla ennþá betri. 



Svona sýrópsflaska getur líka verið skemmtileg gjöf. 

(Hugmyndin kemur héðan - þarna má einnig finna uppskriftir af fleiri bragðtegundum).

No comments:

Post a Comment