Aug 26, 2013

DIY: djúpnæring.


Ég bjó mér til stórfína og afskaplega einfalda djúpnæringu áðan. Hún inniheldur tvennt:

2 matskeiðar af ólívuolíu
1 matskeið af kókosolíu


Olíunum er hrært vel saman.


Síðan þarf bara að maka mixtúrunni vel og vandlega í hárið. Ég reyndi að forðast að smyrja þessu í hársvörðinn þar sem ég var að prófa þetta í fyrsta skipti - ég þorði ekki að taka sjénsinn á að þurfa að kljást við fitugan hársvörð langt fram í september.


Ég leyfði þessu að vera í hárinu í góða tvo tíma. Þá skolaði ég það upp úr sjóðandi heitu vatni og þvoði það svo eins og venjulega. 

Hárið á mér er ótrúlega mjúkt og fínt eftir þessa meðferð. Ég mun pottþétt gera þetta oftar.

(Hugmyndin er héðan).

No comments:

Post a Comment