Í þessar framkvæmdir þarf eftirfarandi:
Vaseline og mjóan pensil.
Naglalakkaðar neglur (alveg þurrar) og plastfilmu.
Best er að byrja á því að pensla örlitlu Vaseline í kringum neglurnar - þá er ekkert mál að þrífa húðina ef eitthvað fer úrskeiðis.
Rífið bút af plastfilmu og vöðlið (jájá það er orð) saman í kúlu. Naglalakkið eina nögl í einu í öðrum lit en upphaflega er á nöglinni. Takið plastkúluna og þrýstið henni á blautt naglalakkið og kippið henni svo snöggt af. Síðan koll af kolli - ein nögl í einu.
Hugmyndin er fengin héðan - þarna má líka sjá ferlið skref fyrir skref í myndum.
Ef þið heyrið ekki í mér fljótlega þá er mögulegt að ég sé dáin. Ég klíndi nefnilega góðum slatta af naglalakki á myndavélina á meðan þessum framkvæmdum stóð.
Við slíku liggur víst dauðarefsing á þessu heimili.
Snilldar hummari !!
ReplyDeleteB
heldur betur!
Delete