Ég prófaði þennan unað í gærkvöldi og hafði þessa uppskrift til hliðsjónar.
Ég skar eitt zucchini í sneiðar - það er best að hafa þær frekar mjóar.
Sneiðarnar eru steiktar uppúr olíu við vægan hita þangað til að þær taka örlítinn lit. Það er einnig bráðnauðsynlegt að krydda duglega með salti og pipar.
Áleggið.
Þegar ég hafði lokið við að brúna zucchinið á pönnunni raðaði ég sneiðunum á ofnplötu. Síðan skvetti ég örlítilli pizzusósu á þær, áleggi og osti. Að lokum fóru þær í ofn þangað til osturinn hafði bráðnað.
Voilá - þetta var hrikalega gott!
Sambýlismaðurinn var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu uppátæki og gerði uppreisn. Það var því tvírétta hérna í gærkvöldi. Hin hefðbundna hveitiklessa og zucchinipizza.
Mín pizza var svo sannarlega ekki síðri. Ég mæli eindregið með því að þið prófið.
No comments:
Post a Comment