Aug 12, 2013

Nostrað við innpökkun.


Ég hef fáránlega gaman að því að pakka inn gjöfum. Skrifa kort, skreyta og nostra við pakka - ég fæ undarlega mikinn unað út úr þessu öllu. 

Fullkomnunaráráttan á það reyndar til að þvælast örlítið fyrir mér. Bara örlítið. Stundum pakka ég sama pakkanum inn allavega fimm sinnum, tæti pappír í allar áttir og fer næstum að grenja.


Ég pakka yfirleitt inn í mjög látlausan pappír. Það er nefnilega langskemmtilegast að skreyta slíka pakka.


Falleg límbönd úr Tiger sem nýta má í allskyns skemmtilegheit. 


Fljótlegt, fallegt og dásamlega einfalt. Ég var reyndar bara að pakka inn gjafakorti í þessu tilviki (já ég pakka þeim líka inn). En þessi hugmynd virkar alveg á pakka af öllum stærðum og gerðum.




Mér finnst líka sérstaklega skemmtilegt að klæða mig í kjól og fara í veislu.

Veislur eru mitt uppáhald.


2 comments:

  1. Þú ert svo mikið yndi :) ég elska líka að dúlla við pakka ;) en er búin að eiga ljúfa stund núna með kaffibollanum mínum að lesa nokkra pósta þar sem ég var í tölvulausu (að mestu) sumarfríi :)
    Bestu kveðjur frá Seyðis,
    Halla

    ReplyDelete
  2. þú ert nú meiri gullmolinn halla mín!
    takk fyrir að lesa!**

    ReplyDelete