Sep 12, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Ég passaði þessa litlu dásemd í morgun. Hún svaf úti í vagni í tvo tíma og snaróða barnapían hennar stóð nánast allan tímann yfir vagninum til þess að vera viss um að hún andaði.



Ég fékk þessa dýrð inn um lúguna um daginn. Pantað af Ebay að sjálfsögðu. 100 krónur íslenskar frá Hong Kong og í mínar hendur. Gjöf en ekki gjald!


Það má einhver vinsamlegast koma og fjarlægja þetta af skrifborðinu mínu. Og líka hina þrjá pokana sem liggja uppi í eldhússkáp. Ég er óstöðvandi þegar þessar möndlur eru annars vegar. 


Ég elska egg. Svo mikið að ég borða þau meira að segja eintóm undir stýri. Það eru alltaf til soðin egg í ísskápnum hjá mér og stundum gríp ég fáein með mér ef ég er að fara á einhvern þvæling. Sérlega handhægt nesti. Og hollara en súkkulaði!


Vissuð þið að það er hægt að búa til dásamlegan kókosrjóma úr kókosmjólk?


Það þarf að geyma kókosmjólkina í ísskáp, helst yfir nótt. Maður mokar svo öllu því sem þykkt er upp úr dósinni og skilur vökvann eftir.


Síðan er þeytt eins og maður eigi lífið að leysa. Ég mæli eindregið með noktun hrærivélar. Ég er handlama eftir þessar framkvæmdir. En þetta er agalega gott - til dæmis út í kaffi. Það má líka bæta kakódufti við rjómann og þá verður þetta dýrindis súkkulaðimús.

Ég hef fengið þónokkra tölvupósta síðan ég bloggaði um hversu seinheppin ég er. Sérstaklega frá stelpum sem hafa lent í því að missa brjóstið á sér ofan í súpuskál. Það er ákaflega hressandi að vita að það eru fleiri eins og ég.

Heyrumst fljótt!

10 comments:

  1. var farin að sakna þin
    xx
    b

    ReplyDelete
    Replies
    1. hahahahaha. þú ert dásemd b! dásemd segi ég!

      Delete
  2. borðar egg & tekur mynd á meðan að þu keyrir að 77km hraða!!!!! vona að slysi hafi ekki verið með þér i bílnum!!

    ReplyDelete
    Replies
    1. róleg bjarni lögga þarna. slysab**nin var í skólanum sko.

      Delete
  3. Ég elska fimmtudag. Æ

    ReplyDelete
  4. ég elska líka egg - tek samt eftir eggið þitt þarna er smá grænt kringum guluna (ef tilviljun, stop reading here og takk fyrir gott blogg að vanda, ef ekki, read on:
    ég var alltaf að undir/ofsjóða mín egg, þar til ég sá hálfan Nigelluþátt í tv, leggja eggin í kalt vatn í pottinum, setja á helluna, láta suðuna koma upp, sjóða í 1 mínútu - slökkva undir en láta standa á helluni í 10 mínútur, verða alltaf, ég endurtek; alltaf, fullkomlega soðin. Ekki alveg al dente, aldrei ofsoðin, bara falleg gulan og alveg eins og harðsoðin egg eiga að vera.
    Er sjálf svo ánægð með þetta að ég varð að deila :)

    Kveðja frá DK
    heiðdís

    ReplyDelete
  5. Vá held þú sért allt of dugleg við að finna ódýrt glingur á ebay!! Rosa fínir hringir :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. eh. já. ég viðurkenni fúslega að ég eyði aaaalltof miklum tíma í að grafa upp hræódýrt glingur á ebay! :)

      Delete