Sep 10, 2013

Seinheppni.


Ég er sérstaklega seinheppin kona. Sérstaklega. Myndin að ofan er síðan í dag. Þá nagaði ég yfirstrikunarpenna þangað til að hann sprakk. 

Ég hef tvisvar kveikt verulegt bál í hárinu á mér af því ég lagðist of nálægt kerti. Hver leggst nálægt kertum? Með sítt hár.

Ég hef dottið á andlitið og brotið í mér allar framtennurnar. Nei ég var ekki barn. Bara seinheppin fullorðin kona.

Daginn áður en ég fór í skólaferðalag í 10.bekk fór ég í klippingu. Til að vera sæt í ferðalaginu, þið vitið. Ég var með hár langt niður á bak. Ég fór hinsvegar snoðuð og appelsínugulhærð um borð í rútuna sem lagði af stað í skólaferðalagið daginn eftir. Já. Hárið brann bara allt af á einhvern óútskýranlegan hátt.

Ég rústaði bílnum hjá mömmu minni og pabba á fermingadag systur minnar. Eh, ég klessti á Shellsjoppuna á Eskifirði. Ég keyrði á sjoppu. Vel og vandlega.

Ég missti einu sinni hárið af helmingnum af hausnum. Ég eyddi heilu ári með hryllilega ljótt Buff á höfðinu. Enginn veit af hverju þessi hármissir átti sér stað. En óskemmtilegur var hann. Almáttugur.

Þegar ég var í menntaskóla sat ég og lærði með sjóðandi heita núðluskál fyrir framan mig. Ég var að teygja mig eitthvað yfir skálina og brjóstið á mér fór ofan í hana. Það var vont. Mjög vont. Brjóstið komst þó óskaðað frá þessum hörmungum. Engar áhyggjur.

Ég keyrði út í skurð þremur dögum eftir að ég fékk bílpróf. Á bílnum hjá mömmu og pabba auðvitað. Þau hafa sýnt akstursleikni minni mikinn skilning í gegnum tíðina.

Ég var einu sinni að hlaupa upp tröppurnar hérna heima með glænýja vodkaflösku. Ég missti hana. Hún brotnaði. Nei ég sleikti ekki stéttina en úff, ég var svekkt. Mjög svekkt.

Við getum tekið framhald á þessari upptalningu síðar.

Það er af nógu að taka.

Heyrumst!

4 comments:

  1. hahahahahhahhah las þetta upphátt fyrir mömmu - við grenjuuðum úr hlátri !!

    xx
    b

    ReplyDelete
  2. hahahaha.

    þú hressir, bætir og kætir mitt kæra b!

    ReplyDelete
  3. Hahahahahaha!! Ég man reyndar eftir því þegar þú klesstir á sjoppuna - of gaman að byrja daginn svona!

    ReplyDelete
    Replies
    1. nei andskotinn! hahahahaha. jú þetta var kannski fremur eftirminnilegt atvik, jesús minn.

      Delete