Sep 17, 2013

Svipmyndir úr dýflissunni.



Hver einasti dagur. Hvert einasta augnablik. Við þetta skrifborð. 



Ég hef nú sýnt ykkur stórfínu kjólagardínurnar mínar áður. Mér finnst hefðbundin gluggatjöld ljót. Ég vil bara sjá kjóla allsstaðar. Þeir hjálpa mér að draga andann.


Skór eru jú bráðnauðsynlegt gluggaskraut líka. Ég hef ekki einu sinni náð að nota þetta par. Á morgun ætla ég að vera í háhæluðum skóm á meðan ég læri. Ég stórefa að ég finni annað tilefni til þess að smella tánum í þessa eitthvað á næstunni.



Já. Inni í þessu herbergi lifi ég lífinu þessa dagana. Þið eruð velkomin í heimsókn. 

En bara með rauðvín meðferðis.

Heyrumst.


7 comments:

  1. Elska þetta síðasta kvót!

    Skemmtilegar myndir, lætur mig næstum því langa til að vera í próflærdómi - weird!!

    Skemmtilegt blogg hjá þér

    kv. Karitas

    ReplyDelete
    Replies
    1. Þetta kvót er uppáhalds.

      Lærdómurinn er það hinsvegar alls ekki!

      Takk fyrir að lesa! :)

      Delete
  2. gangi þér vel í stofufangelsi/lærdómi/ritgerðarskrifum.

    Þegar þú þarft pásu (fyrst þú fílar Hunger Games bækurnar) lestu Divergent (Insurgent er bók 2 og 3, Allegiant, kemur i næsta mánuði) þær eru svipaður stíll og útópískur heimur og val ungs fólks á lífi og bla bla, en skemmtilegt.

    kveðjur frá DK
    heiðdís huld (sem vonar að það sé á engan hátt stalkerlegt að kommenti mikið, þrátt fyrir að þekkja þig ekki baun. hef bara óendanlega gaman að blogginu þínu;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það mín kæra Heiðdís.

      Og nei. Það er sko ekki stalkerlegt að fá komment frá þér! Þau eru líka alltaf svo dásamlega gagnleg! ;) Hlakka til að kíkja á þessar bækur við fyrsta tækifæri!

      Takk fyrir að lesa!**

      Delete
  3. Lov it er i somu sporum
    Xxb

    ReplyDelete
  4. Djöfull ætla ég að stela þessari kjólahugmynd!!!
    Afhverju í ósköpunum var ég ekki búin að fatta að hafa svona fínar "gardínur" inní fataherbergi?

    ReplyDelete