Google augljóslega hatar mig. Ef ég slæ nafnið mitt inn í þessa bévítans leitarvél þá er þetta fyrsta myndin sem kemur upp. Andlitið á mér. Þakið tættum klósettpappír. Eins og ég hef dælt mörgum myndum inn á þetta blogg. Nei þá er þetta það fyrsta sem poppar upp. Dásamlegt.
Google dró mig líka inn á bloggið sem ég átti þegar ég var í menntaskóla. Þar er ég búin að eyða síðustu þremur klukkutímum eða svo. Ó, það var margt sem gladdi mig - enda er ég ein af þeim sem hlær að eigin fyndni:
Ég rankaði við mér sem gömul kona í gær. Eftir að hafa skrúbbað andlitið á mér með bursta og borið 3 kíló af einhverju næturkremi á það held ég af stað inn í rúm og fer að bera krem á fæturnar á mér í gríð og erg. Eftir það stekk ég í ömmubrók á stærð við 6 manna kúlutjald hoppa fram í eldhús og fæ mér volga mjólk. Enda svo uppi í rúmi þar sem ég glugga í lífreynslusöguna í Vikunni.
---
Ég hef náð botninum í ógeðslegheitum. Ég vaknaði of seint í morgun, stökk fram úr rúminu og klæddi mig í það sem var við hendina. Og var útkoman miður glæsileg. Ég sit hérna í pilsi, berlöppuð og þess má geta að ég rakaði lappirnar á mér fyrir 2 vikum. Sexý. Ég er einnig í úlpu sem er rennd upp í háls vegna þess að ég fann ekki bol og er því á brjóstahaldaranum innan undir. Maskarinn er síðan í gær og hárið á mér eins og ég hafi verið að fikta með rafmagn.
---
Ég lenti ægilega í því í dag. Ég var að dröslast í vinnuna klukkan eina mínútu í átta í morgun (eða nótt eins og ég kýs að kalla það) og mér til mikillar gleði sást varla í helvítis bílskrjóðinn fyrir snjó. Ég skafaði nógu mikið af honum til að komast klakklaust í vinnuna, nánar tiltekið gerði ég lítinn hring á framrúðuna og ekkert meir. Fer inn og ætla að keyra af stað og djöfulsins nei, bílinn spólar bara eins og geðsjúklingur í stæðinu. Og klukkan orðin 7 mínútur yfir átta.
Ég ætlaði sko ekki fyrir mitt litla líf út og leysa bílinn þannig ég hélt áfram að spóla og vonaði nú að hann myndi hafa þetta. En nei. Svo var komin einhver skrýtin lykt og magnið á bensínmælinum fór sífellt lækkandi. Ég blótaði alveg eins og ég gat á meðan ég flautaði og flautaði og hélt í þá veiku von að faðir minn kæmi hlaupandi og leysti dóttur sína úr prísundinni. Ó nei. Guðmundur lét ekki á sér kræla og klukkan orðin korter yfir átta.
Jæja eina leiðin var að hafa mitt feita rassgat út úr bílnum og tjékka á stöðunni. Mér til mikillar undrunar var enginn helvítis snjór fyrir framan né fyrir aftan bílinn. Ég tók örlítið bræðiskast, sparkaði í bílinn og fór aftur inn. En nei. Ennþá var hann fastur. Og klukkan var aaaalveg að verða hálf níu. Þegar ég ætlaði út í annað sinn rek ég augun í mælaborðið. Viti menn var ekki helvítis bílshelvítið bara í HANDBREMSU. Ef ég hefði ekki verið orðin svona sein í vinnuna hefði ég hoppað undir næsta bíl. En það gafst enginn tími í það. Snarvitlaus í skapinu mætti ég alltof seint í vinnuna og blótaði pabba í sand og ösku fyrir að koma ekki út og leysa mig.
---
Ég var lítið í því að spara blótsyrðin þegar ég var unglingur. Ég hef blessunarlega róast aðeins.
Lofa.
Heyrumst fljótt.
Fyrir hönd nafnlausra vil ég segja þér að þú ert svaka sæt skvísa :*
ReplyDeleteÞakin klósettpappír já? ;)
Deleteþú ætti í alvuru að skrifa bók - ertu hrikalega hnyttin og góður penni !!
ReplyDeletexx b
Einn daginn b, einn daginn! Þú færð fyrsta eintakið! Áritað! ;)
DeleteÉg heimta að fá líka bók !! Ég elska þetta snilldar blogg þitt ;)
Deletehahaha - þarna þekki ég þig ;)
ReplyDeletekveðja,
Halla
ég er í alvuru spennt
ReplyDeletexx
hahaha.... þú hefur greinilega alltaf verið svona hnittin og fyndin :)
ReplyDeleteHahahaha. Eða geðveik bara! :)
Delete