Þið látið ykkur ekki bregða þó þið rekist á mig svona út í búð eða á förnum vegi. Í náttslopp með kaffibolla í hendinni. Svona væflast ég um allan daginn á meðan ég er að læra. Mér finnst það orðið agaleg fyrirhöfn að klæða mig áður en ég fer út úr húsi þannig að ég hætti því líklega fljótlega.
Ástkær mamma mín færði mér blóm áðan. Þegar ég spurði hana af hverju svaraði hún: ,,af því það þarf ekki að vökva það". Já mamma þekkir mig. Mér hefur aldrei tekist að halda lífi í nokkrum sköpuðum hlut. Tjah, nema afkvæminu.
Ebaypakki gærdagsins. Fullt af fallegum límböndum. Ég er jú sérlegur áhugamaður um gjafainnpökkun. Sjá til dæmis hér og hér. Ég fékk fjórar límbandsrúllur á Ebay fyrir rúmlega 200 krónur. Í Húsasmiðjunni sá ég fimm svipaðar límbandsrúllur saman í pakka á 2000 krónur! Nei, Ebay klikkar sko ekki.
Ég hef ákveðið að hefja inntöku á bætiefnum fyrir lifrina. Vega aðeins upp á móti rauðvínsdrykkunni.
Ah, þetta smjör. Ég er jú agalegur smjörpervert. Ég gæti auðveldlega lifað á hnetusmjöri. Og þessi dýrð er ekki síðri. Verst að krukkan kostar meira en kona sem lifir á framfærslu frá LÍN á að leyfa sér.
Eigið gott fimmtudagskvöld mín kæru.
Heyrumst!
No comments:
Post a Comment