Ég er að fara að tala um mat. Höfum það á hreinu. Ekki hvernig má stunda snöggt kynlíf í hádeginu.
Þetta er einfalt, fljótlegt og guðdómlega gott.
Bananinn er skorinn í tvennt. Smurður vel með hnetusmjöri. Það er kannski óþarfi að smyrja hnetusmjöri á báða hlutana. Ég hef bara engin takmörk þegar hnetusmjör er annars vegar.
Múslí og kókosflögum stráð yfir. Eða bara hvað sem hugurinn girnist. Væri örugglega gott að hafa jarðaber. Namm! Ó eða rjóma. Og Nóa kropp!
Já eða bara halda sig við hollustuna.
Þennan ljúffenga hádegisverð snæddi ég á náttfötunum. Og í sitthvorum sokknum, auðvitað. Ef það er eitthvað einkennandi fyrir mig þá eru það bévítans sokkarnir. Ég finn aldrei samstæða sokka. Aldrei!
Heyrumst!
MMmmm! lúkkar sjúklega vel! Sko bananinn er ekki að tala um sokkana. Á reyndar svona sokka og þeir eru sjúklega kósý :-)
ReplyDeleteKommon - sokkarnir lúkka alveg líka? ;)
DeleteBananinn er góður, ótrúlega góður!
Haha þegar ég sá bara myndina á facebook sýndist mét þetta vera banani með roastbeef og steiktum lauk á milli! eeeww...
ReplyDeleteHmm. Það er samt örugglega ekkert vont!
DeleteÞú hinn mikli kaffisjúklingur/snillingur... þú bloggar svo oft um kaffi... hvernig mæliru með að byrja á þessum ávanabindandi drykk?? Mér finnst kaffi viðbjóður en vantar svo orku.. kv. háskólanemi sem er að drukkna í prófum/verkefnum :)
ReplyDeleteLovit !!!! Profa thetta a morgun
ReplyDeleteXx b
Mmmmh nammi namm.. en þegar ég prufaði þá setti ég Nutella (súkkulaðismjör) á einn helming og hnetusmjör á hinn :) Þessi blanda (Nutellaxhnetusmjör) borðum við venjulega alltaf á brauð og kallast það "Snickers-Toast" :)
ReplyDeleteÞessi er mjög girnilegur! Mér finnst hnetusmjörið frá whole earth (http://www.wholeearthfoods.com/) sem fæst í nettó betra en sollu-smjörið. Það er ekki eins þurrt. Kv. Hnetusmjörssjúklingur nr 2. :)
ReplyDeleteÉg bara trúi ekki að það sé einhver sála í þessum heimi sem finnur sér samstæða sokka á hverjun morgni!! Viðkomandi hlýtur þá að eiga bara eitt sokkapar...
ReplyDeleteAnnars er þessi banani aðeins of girnilegur!! Samt borða ég ekki hnetusmjör. Æ æ