Já. Hérna er ég. Að taka myndir í spegli áður en haldið var í bæinn.
Jæja. Ég fer í bæinn í hópi föngulegra kvenna og þar auðvitað allt morandi í fólki sem hagar sér eins og æstir smáhundar.
Ég stend síðan við barinn á ákveðnum skemmtistað þegar það nálgast mig maður. Hárunum á honum var farið að fækka verulega og bumban dásamlega íburðamikil. Þessi ágæti maður hefur líklega verið svona 55-60 ára.
Gamli maður: ,,Mmm, þú ert með krullur. Alveg eins og mamma mín."
Ég: ,,Ehh" - ég sendi honum einnig bjagað bros blandað viðbjóði og hugsunum um mömmu hans sem er líklega níræð kona á dvalarheimili.
Gamli maður: ,,Má ég kyssa þig?"
Nei. Ég tók hann ekki í fangið og sagði ,,komdu til mömmu". Hinsvegar ældi ég næstum úr hlátri og hann var ekki lengi að forða sér blessaður. Sérstaklega af því að ef ég hlæ óþarflega lengi þá byrja ég eiginlega að hrína. Það er ekki aðlaðandi.
Þetta er auðvitað dálítið móðgandi. Gamall maður að líkja mér við mömmu sína? Sem er án efa gráhært gamalmenni. Með krullur. Ugh.
Ég þarf eitthvað að endurskoða útlit mitt. Það er deginum ljósara.
Heyrumst.
hahah....æðislegt dress sem þú ert í....er þetta kjóll?
ReplyDeleteKjóll úr H&M og kímónó úr Gyllta kettinum! :)
Deletemér hefur alltaf fundist hláturinn þinn æði.... heyri meiri að segja í honum núna hugsandi um
ReplyDeleteþegar að ég rann útí sjó ;)
Hahahahahahahahahahaha. Ó ég dey við það eitt að hugsa um sjóferðina þína!
Deletethu ert svo fyndin xx b
ReplyDeleteKoss til þín b!**
Delete