Helgin hefur einkennst af gæðastundum með þessum. Hann er svo dásamlega saklaus og einlægur. Það er ekkert sem mér þykir meira vænt um en að eiga stundir með honum og hlusta á hann tala. Það er dásemdin ein að fá hans sýn á lífið. Allt svo einfalt. Klippt og skorið.
Helgin hefur einnig einkennst af gríðarlegu eggjaáti í ýmsum myndum. Ég fæ bara stundum einhverskonar þráhyggju varðandi ákveðinn mat. Borða það sama í öll mál og fæ ekki nóg. Núna er ég til dæmis að kafna úr pirringi að það sé búið að loka búðinni hérna og engin egg til á heimilinu. Sem merkir að ég get ekki borðað egg í kvöldmat. Og það þykir mér eiginlega vera ófremdarástand.
Og já. Ég borða bakaðar baunir. Í alvöru. Skammast mín ekki einu sinni fyrir það.
Það er búið að vera ískalt en að sama skapi dásamlegt haustveður. Loks kom tilefni til að klæðast lopapeysu. Ég er hrifin af lopapeysum. Aðallega vegna þess að ástkær mamma mín fjöldaframleiðir þær eftir mínu höfði.
Ég fór líka í kjól um helgina. Að sjálfsögðu. Og tók mynd af því í spegli. Að sjálfsögðu.
Fólk sem ég kalla vini mína á Facebook hafði einmitt orð á því í gærkvöldi að það ætti að krýna mig drottningu speglamyndanna. Mér finnst ég nokkuð vel að þeim titli komin og er hvergi nærri hætt að símynda sjálfa mig í spegli. Kemur ekki til greina.
Oh, þessi. Þar sem er nammi - þar er hann. Og mamma hans.
Það er nú ekki seinna vænna en að rífa fram jólakönnurnar. Er það nokkuð?
Eigið ljúft sunnudagskvöld.
Heyrumst.
ég var farin að hafa áhygjur af þér !!!! var farið að vanta eitt stykki good blogg !!
ReplyDeletexx b
ohhh bakaðar baunir eru bestar! :)
ReplyDelete