Oct 7, 2013

Down Memory Lane.

Ég er að vinna í að koma takkalausu tölvunni minni á haugana. Það gengur ákaflega hægt. Enda inniheldur hún líf mitt í máli og myndum síðustu sjö árin eða svo.

Ég er búin að eiga stórskemmtilegt síðdegi við yfirferð á gömlum myndum.


Þessi mynd er ein af mínum uppáhalds. Þegar ég sé hana langar mig í tíu börn í viðbót. En svo hugsa ég um hvernig er að koma börnum í heiminn og þá langar mig bara í skírlífsbelti.


Það eru til sorglega fáar myndir af mér og afkvæminu nýfæddu. Enda fengum við alltof fáar stundir saman vegna veikinda. Ég var veik allt sumarið eftir að ég átti hann. Sjúkdómsgreiningarnar voru margvíslegar. Ég var ýmist sögð dauðvona með sýkingu í blóði og líffærum eða bara með svæsna hægðartregðu. Enginn vissi hvað amaði að og læknirinn og sjúkrabílinn höfðu orðið fast aðsetur hérna á heimilinu. Það var lítið fjör. 


Já þetta er að verða eins og leiðinleg barnalandssíða. Ég veit. Mér finnst bara svolítið eins og ég sé búin að vera mamma síðan ég var 12 ára. Ég man eiginlega ekki eftir lífinu án afkvæmisins. 


Þegar afkvæmið var tæplega þriggja mánaða fórum við með hann í sólarlandaferð. Það var bölvað ball. Mögulega ein sú vanhugsaðasta ákvörðun sem ég hef tekið. Aldrei með ungabörn til sólarlanda. Aldrei!



Tölvuhræið inniheldur að sjálfsögðu mikið magn misgáfulegra gleðimynda. 


Ah, við mæðginin myndum svo sannarlega sóma okkur vel í hjólhýsi.


Móðir og barn.

Við erum reyndar ekki vinir í augnablikinu. Hann tilkynnti mér áðan að ég kynni ekki að elda. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn. En hann lét það fylgja núna að hann fengi betri mat í skólanum en heima hjá sér. Þess má geta að á skólamatseðlinum eru dularfullir hlutir eins og ,,pylsusúpa". Hljómar skemmtilega ógeðslega.

Ég er vitanlega sármóðguð. 

Ég brenndi að vísu laxinn sem var í kvöldmatinn. En það er önnur saga.

Ég ætla að halda áfram myndagramsi.

Heyrumst.

14 comments:

  1. Oj. Pylsusúpa er mögulega það ógeðslegasta sem ég hef heyrt um á matseðli!

    ReplyDelete
    Replies
    1. En augljóslega betra en það sem ég galdra fram úr erminni! Hahahaha!

      Delete
  2. Færi þér vel að eiga 10 stykki, flottar myndir :).....gmt

    ReplyDelete
  3. Guðrún Veiga.........þú ert skemmtilegasti pislahöfundur (fáránlegt orð)....EVER...ég mun líklega andast einn daginn vegna lesa minna:)
    Þú ert ekki ein um að kunna ekki að elda sem móðir, við erum flestar ömurlegir kokkar í hugum skrílsins okkar.
    Njóttu kvöldsins...:)

    Kristjana

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ah, takk fyrir dásamleg orð! Og takk fyrir að lesa!

      Njóttu kvöldsins sömuleiðis! :)

      Delete
  4. ó 25 ára afmælismyndir. 5 ár síðan? eeee.... En ég sé að ég hef verið að haga mér þar sem ég var ekki blörruð eins og vinkonur þínar á neðri myndinni. Fengu þær sér aðeins of mikið rauðvín?
    :*
    Komdu svo með annað afkvæmi, verum samfó! Ég skal taka fullt af myndum af þér með nýfædda krílinu :*

    ReplyDelete
    Replies
    1. 5 ár? Fokk.

      Annað afkvæmi? En en en þá verð ég að hætta að drekka rauðvín. Það gengur ekki. Alls ekki.

      Delete
  5. Minn var átta mánaða þegar ég fór með hann í sólarlandaferð... margt hef ég gert heimskulegt í gegnum tíðina, en þetta er líklega það allra heimskulegasta sem ég hef náð að afreka!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hjartanlega sammála. Mín heimskulegasta ákvörðun fram að þessu!

      Delete
  6. i love it, lillinn þinn er lika yndislega flottur , var hann með svona mikið hár þegar hann var svona pinkupons? yndislegar myndir og þú eins og alltaf svo viðbjósðlega ógeðselga vangefið fyndin. elska þetta blogg og þig ( á ekki krípi veg) xx b

    ReplyDelete