Ég dýfi stundum saltstöngum í svínfitandi súkkulaðihnetusmjör. Þetta er gott. Ekki einu sinni voga ykkur að dæma þessar gjörðir áður en þið prófið!
Já. Annað slagið dýfi ég líka saltstöngum í hreina AB-mjólk. Mögulega hefur líka sést til mín fá mér væna skál af AB-mjólk og brjóta fullt af saltstöngum út í hana. Mögulega já.
Þetta er sannkallað hnossgæti get ég sagt ykkur. Gulrætur dýfðar í KEA karamelluskyr. Ég er meira að segja að gæða mér á svona gúmmelaði í þessum skrifuðu.
Toffee Crisp. Uppáhalds súkkulaðið hans pabba míns. Stundum kaupi ég eitt stykki í einhverju nostalgíukasti. En ég tek ekki pappírinn bara utan af og borða það. Ó, nei.
Ég strípa súkkulaðið, skelli því á disk og inn í örbylgjuofn í eina mínútu. Svo nýt ég dýrðarinnar með skeið.
Ah, himnaríki. Himnaríki segi ég!
Maísbaunir. Ég borða þær beint upp úr dósinni. Ég skoppa stundum inn í eldhús og gríp með mér skeið og dós af maísbaunum. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Bara eins og að fá sér jógúrt.
Fyrir utan þetta hérna að ofan þá klíni ég auðvitað hnetusmjöri á allt. Í hádeginu í gær borðaði ég einmitt kjúklingabringu með hnetusmjöri. Það var nú bara alveg ljómandi.
En já. Ég er forvitin. Hafið þið einhverjar furðulegar matarvenjur?
Endilega látið vaða í kommentin!
Heyrumst fljótt.
mér finnst ógeðslega gott að setja hnetusmjör í pulsubrauð ;)
ReplyDeleteHuh. Ég ætla að prófa það. Strax á morgun!
DeleteEr þetta ekki eins og með hvítlauksbrauðið, kokteilsósuna og mjólkurglasið:)
ReplyDeleteJakk. Ég fæ enn hroll yfir þeirri samsetningu. Mjólk með mat - það er off.
DeleteDökk súkkulaði dýr með lakkrísfyllingu með ab-mjólk með perum... lostæti!
ReplyDeleteSaman? Í alvöru?
DeleteDjúpur hitaðar í örbylgjuofni í smástund eru heaven!
ReplyDeleteHalló. Já. Ég þarf að prófa það. Það er allt nammi gott í örbylgjuofni!
Deletenei sko hvað er að ykkur?! ykkur öllum!!
ReplyDeleteHahahaha. Alveg vissi ég að þú myndir birtast hérna!
DeleteTegar eg les færsluna tha er eg sbo glod yfir faeralu ad eg fae avona "egvilekkiadfaerslanendi" tilfinningu !!
ReplyDeleteEg ber pervertiska blogg ast til thin (a alls ekki kripi veg)
Xxb
Hahahahaha. Ég ber undarlega ást til þín b! Á ekki krípí hátt!
DeleteÉg tíni saltið af saltstöngunum, finnst saltið ekki gott :/
ReplyDeletekv huggy
Já nei. Þú ert skrýtnari en ég.
DeleteÞú ert ekki ein um að hafa furðulegar matarvenjur;)
ReplyDeleteHér er smá brot af mínum:
Lindubuff, mars og þristur er ótrúlega gott eftir að hafa fengið að fara smá í örbylgjuofninn.
Franskar og hrein jógúrt er gott saman, eins líka að dýfa frönskunum í vanilluís.
Stjörnupopp og hunangsmelónur er frábært combo.
Og síðast en ekki síst - gömlu dönsku saltpillurnar og ísköld mjólk.
LINDUBUFF Í ÖRBYLGJUOFN?
DeleteÓmægod. Á morgun. Já!
Ég trúi ekki að enginn hafi nenft þetta.
ReplyDeleteFull teskeið af mysing = HIMNESKT og svo innilega vanmetið!
Er það? Ég á mysing. Ég ætla að prófa!
DeleteBanani umvafinn ostsneiðum
ReplyDeleteEinu sinni var ég látin smakka skúffuköku (með glassúr og alles) og smella ostsneið ofaná! það var furðulega ekki vont
ReplyDeleteÉg elska heita kartöflu út í ískalt skyr, ummmm og finna þegar hitinn mætir kuldanum er æðisss.........I know ...skrítið ,en gott :)
ReplyDeleteSúkkulaðikaka með kremi og beikonkurli ofan á. Himnesk óhollusta að mati merkilega margra sem ég þekki :)
ReplyDeleteHomeblest með kavíar, mjööög gott
ReplyDeleteOh þú ert svo asnalega lík mér með matarvenjur að það fer að verða skrítið.
ReplyDeleteEintómar gular baunir. Hafragrautur í öll mál. Sósa, baunir og rauðkál (ekkert kjöt).
Annars já, ég hef ekkert að gera í vinnunni og er að lesa gamlar færslur hjá þér. Só.