Náið í kaffi. Þetta gæti orðið langt. Eða rauðvín. Klukkan er hvort eð er orðin meira en fjögur.
10 hlutir sem ég elska.
1. Faðmlög. Einkum og sér í lagi frá mömmu. Slíkt faðmlag gerir allt betra. Jájá, ég er 28 ára - ég verð samt aldrei of gömul til að skjóta mér í mömmufaðm. Faðmlög eru bara svo notaleg. Og hughreystandi. Ég gæti alveg hugsað mér að vera bara í faðmlögum. Allan daginn. Alltaf.
2. Að dansa. Ó, við 80´s tónlist. Það er ekkert betra en að hrista sig við ljúfmeti á borð við Cyndi Lauper, Madonnu, Blondie, Michael Jackson, Eurythmics og fleiri góða. Vúhú!
Já, hérna má sjá mig í sveiflu. Ég elska að dansa. En hæfileikarnir á því sviði - við skulum ekki fara nánar út í það. Ég veit heldur ekki alveg hvaða fingrahreyfingar ég er að gera á þessari mynd. Ég er ekki vön að hreyfa mig með miklum þokka.
3. Að hlæja. Ég get hlegið. Mikið. Hátt. Lengi. Alveg þangað til hláturinn breytist í hrín.
Ekki óalgeng sjón. Ég að kafna úr hlátri.
4. Einvera. Ég er mikið gefin fyrir einveru. Ég er mjög furðuleg blanda af félagsveru og einfara. Ég gæti unað mér algjörlega alein dögum saman. Án þess að þurfa sálfræðihjálp eftir það.
5. Morgnar. Ég elska morgunstundir. Ég er einnig furðuleg blanda af A og B manneskju. Ég get vel leyft mér að andast úr leti og liggja uppi í rúmi fram að hádegi en að sama skapi elska ég að vakna á undan öllum. Öllum í bænum helst. Ég elska að borða hafragrautinn minn og horfa á kyrrðina út um eldhúsgluggann.
Svona leit ein dásamleg morgunstund út sem ég átti fyrir fáeinum dögum síðan.
6. Hafragrautur. Ó, hafragrautur. Ég get ekki án hans verið. Þegar ég fer að sofa á kvöldin þá er ég stundum andvaka af tilhlökkun. Tilhlökkun í hafragrautinn sem næsti morgunn mun bera í skauti sér. Stundum, bara stundum sko - þá borða ég hafragraut þegar ég vakna. Og aftur í hádeginu. Jafnvel líka í kvöldmat. Já. En bara stundum.
Mmm. Hafragrautur og hnetusmjör. Betra en kynlíf. Og rauðvín.
Ókei. Þetta var djók. Næstum betra. Næstum.
7. Fólk sem er vel máli farið. Þetta er dálítið undarlegt blæti. En ég heillast ákaflega af fólki sem kann að koma fyrir sig orði. Skiptir engu um hvort kynið er að ræða. Fallegt málfar er heillandi og ég elska það.
8. Bókabúðir og bókasöfn. Ég er agalegt nörd inn við beinið. Einfaranörd sem elskar að hanga í bókabúðum og þefa af gömlum bókum. Ah, ég get hangið á svona stöðum klukkutímum saman. Bækur lykta líka betur en blóm. Jú víst.
9. Listar. Ég elska að gera lista. Ég haga lífi mínu eftir listum. Ég geri lista fyrir allt. Hvað ætla ég að gera í dag? Á morgun? Næsta mánuðinn? Innkaupalistar, markmiðslistar, to do listar - mmm, ég fæ fiðring niður í tær.
Listarnir sem eru í gangi þennan fimmtudaginn.
10. Kaffi. Það fyrsta sem ég drekk þegar ég vakna og það seinasta sem fer inn fyrir mínar varir á kvöldin. Ég er alltaf að reyna að minnka þetta en það gengur ferlega brösulega. Það má þó gefa mér plús fyrir það að ég drekk kaffi með röri. Já ég sagði röri. Ég þjáist nefnilega af krónískum ótta við að fá litaðar tennur.
Ég yfirfgef kaffið ekki fyrr en samfélagið hættir að líta hornauga á fólk sem drekkur rauðvín með morgunmatnum.
Jæja. Þetta er aldeilis nóg í bili.
Ég hugsa að ég skáli við sjálfa mig í kampavíni í kvöld. Bloggið er komið með yfir þúsund like á Facebook og lesendatölur hækka dag frá degi. Það gerir mig fáránlega hamingjusama.
Takk þið og eigið góðan fimmtudag.
Heyrumst!
ég er pínu fúl að mig vanti á þennan lista..
ReplyDeletekv. uppáhaldið sem hlýtur þá að vera nr 11 :)
HLUTIR. ÞJG. Hlutir.
Deletehjúkk - ég var farin að halda að ég hefði misst annað sætið - er nefnilega varla búin að jafna mig siðan valur elí kom í heiminn og stal af mér fyrsta sætinu :-)
DeleteAnnað sætið? Hahaha. Kannski á jólunum já!
DeleteNei ókei. Þú mátt verma annað sætið. Ég þarf á þér að halda þessa dagana!
elska þetta altlaf jafn mikið - ánægð með lengdina !! hlakka strax til næsta
ReplyDeletexx b
Hjúkkett Guðrún; ég var farin að hafa áhyggjur af þér ;)
ReplyDelete