Oct 11, 2013

Bleikur sjúss í bleikum október.


Ég lagðist í kokteilagerð síðdegis á þessum ágæta bleika föstudegi. Enda bráðnauðsynlegt að hafa áfengi við hönd á meðan dundað er við eldamennskuna svona í vikulok. 

Bleikur sjúss:

Slurkur af vodka
Annar slurkur af gini
Rauður kristall plús
Jarðaberjasvali

Jarðaber
Hálf sítróna
Sítrónubörkur

Klakar
Fáein sykurkorn
Bleikur matarlitur


Þrjú jarðaber eru skorin í bita og slatti af berki raspaður af einni vænni sítrónu.


Jarðaberin og börkurinn fer í krukku. Nú eða glas. Fáeinum kornum af sykri stráð yfir og hálf sítróna kreist út í. Síðan er þetta hrært varlega saman með gaffli.


Klökum hent út í. Gini sjússað saman við.


Já. Sjússum vodkanu saman við líka. Að lokum er örlítið af jarðaberjasvala hellt út í og fyllt upp í krukkuna með rauðum kristal plús.


Ljómandi. Svo ljómandi fínt.


Ég sat síðan með kokteilinn minn úti í hlýju haustveðrinu.

Dásemdin ein.

Njótið kvöldsins. 

2 comments:

  1. lov it - þú ert mega flink í kokteil gerð - nýti mér þetta í næsta party !!
    en viltu segja mér hvar þú keyptir rörin ? eg finn ekki i tiger þannig er að vonast til að thu keyptir þau annar staðar !

    xx b

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sá papparör í Tiger í Smáralind á fimmtudaginn :) ....annars er ekkert mál að panta svona af ebay á klink

      Delete