Oct 13, 2013

Sunnudagsgleði.

Í dag bankaði upp á hjá mér ákaflega ljúf kona. Hún var með tvo kjóla í farteskinu sem hún sagðist hafa fundið inni í skáp hjá sér og hugsað til mín þegar þeir urðu á vegi hennar. Og hvað? Já, hún gefur mér kjólana.

Ég er nú bara varla að komast yfir þessa gjafmildi og yndislegheit. Mitt litla kjólasjúka hjarta er kátt, ó svo kátt.


Oh, sjáið þið? Svo dásamlega fallegur kjóll. Sem gaman er að dansa í.



Ah, ekki er þessi kjóll síðri en sá fyrri. Alveg gullfallegur. 



Ég varð að láta þessa mynd fylgja. Hún er svo skemmtilega skelfileg. 

Ég er vonlaus fyrirsæta. Ef það er smellt hundrað myndum af mér þá er ég heppin ef ein er nothæf. Hinar líta yfirleitt út eins og þessi hérna fyrir ofan. Stundum eru þær jafnvel verri. Og alls ekki birtingarhæfar.

Jæja, sunnudagssteikin kallar. Og með steikin þá á ég við hafragrauturinn.

Heyrumst fljótt.

3 comments:

  1. Fallegt, fallegt, fallegt!!
    Falleg kona að gefa þér þessa fallegu kjóla og þú ert svo falleg í þeim!
    Kv, Heba

    ReplyDelete
  2. það vantar ekki yndislegt fólk á/frá Reyðarfirði. just sayin...

    ReplyDelete