Oct 1, 2013

Hrakfarir á almenningsklósetti.

Í gær keyrði ég heim frá Reykjavík. Þegar ég nálgaðist Vík í Mýrdal kallaði náttúran. Ég hefði svo sem mátt gera ráð fyrir því að blaðran yrði fljót að nálgast hættumörk eftir að hafa sturtað í mig fjórum kaffibollum og hálfum líter af Pepsi áður en ég lagði af stað úr borginni.

Jæja, ég kem á Vík og skottast inn í einhverja vegasjoppu til þess að kasta af mér vatni. Eða já, aðallega kaffi. Ég hef nú létt á mér á ófáum almenningsklósettum bæði innanlands og utan en ó boj - þetta klósett var svo virkilega illa lyktandi og óþrifalegt að ég íhugaði í alvöru að fara út í bíl og pissa í tóman take-away kaffibolla.

Ókei, þegar ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að mér tækist aldrei að pissa í bolla án þess að míga yfir hendurnar á mér í leiðinni lét ég til skarar skríða á klósettið. Frá Vík í Mýrdal eru rúmir 70 kílómetrar í næstu sjoppu og ég vissi að ég myndi ekki hafa það af. Ég fengi hland fyrir hjartað á leiðinni - svo mikil var þörfin.


Já. Þarna var ég sem sagt búin að gera allt klárt áður en ég myndi hefjast handa við þvaglát. Eftir myndatökuna sný ég mér síðan við, girði niðrum mig og ætla að fá mér sæti. En nei. Mér tekst að stíga í einhverja bleytu á gólfinu (já sem var örugglega gamalt hland) og hálfpartinn missi fæturnar. Það kemur hreyfing á lofið og bölvaði pappírinn þeysist allur af setunni og á gólfið. Og ég ræð ekki neitt við neitt og dett ofan á klósettið. Eða eiginlega bara ofan í það. Með beran rassinn á alveg strípaða og örugglega banvæna klósettsetuna.

Nei sagan er ekki búin. Í tryllingslegri geðshræringu stekk ég upp af klósettinu og skalla hurðina fyrir framan mig. Á þessum tímapunkti var ég svo gott sem farin að grenja. Bæði af því að þarna stóð ég nánast rotuð með buxurnar á hælunum og út af því að ég var ekki með neitt sótthreinsandi á mér til þess að þrífa á mér bakhlutann. Sem nota bene var virkilega óþægilega rakur eftir flugferðina á klósettið. Oj bara.

Ég ætla ekki að segja ykkur meira. Og ekki hversu oft ég er búin að strjúka yfir aumingja rassinn á mér með sótthreinsandi klútum. 

Ekki pissa á Vík í Mýrdal.

Næst skal ég blogga um eitthvað fallegt. Ebay, haustið eða regnbogann.

Heyrumst!

13 comments:

  1. Replies
    1. Mhm. Með kynsjúkdóm á rassinum. Pottþétt.

      Delete
  2. Hahah ! greyið bossinn!!
    Ég missti sko einu sinni símann ofan í klósett þar sem ég var eimmit að setja svona pappír á... ég fæ ennþá æluna uppí kok bara með því að hugsa um það atvik þar sem ég stakk hendinni ofan í ógeðslegasta klósett ever! I feel your pain

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ó ég hefði ekki farið með höndina á eftir símanum!

      Þú ert hetja!

      Delete
  3. Skil þig vel, kom við í þessari sjoppu þarna í sumar og hún er algjörlega til skammar fyrir þennan fallega bæ!! Þvílíkt sóðalegt og illa við haldið :( En þú ert bara fyndin :)

    ReplyDelete
  4. Ég keypti mér einu sinni ís í brauðformi þarna og bað um barnaís, því mér hefur yfirleitt fundist það duga. Ísinn sem ég fékk var agnarsmá klessa og ég spurði afgreiðslumanninn hvort barnaísinn ætti nú ekki að vera aðeins stærri en þetta. Hann svaraði með attitjúti "Nei, þetta er BARNAÍS".
    Þoli ekki fólk í þjónustustörfum með attitjút :(

    ReplyDelete
  5. Ég get svo svarið það! Ég HÁ-grét af hlátri við þenann lestur, þessar lýsingar. Það er á svona stundum sem ég þakka fyrir að vera með frjótt ýmindunarafl - takk fyrir mig!

    Þú ert svo frábær karakter og nægjusöm, þú þarft ekki að blogga um kaup á Louis Vuitton trefli til að sýna þig og sanna. Það er sama hvort þú ert að tala um banana með hnetusjöri, klósettferðir, ebay eða einkasoninn...ég tryllist!

    Á einhvern undraverðan hátt hefur þér tekist að selja mér þá hugmynd að það sé eflaust ekkert svo slæmt að búa á Reyðarfirði, rétt er að taka fram að ég fer helst ekki upp í Mosó nema með nesti og nýja skó! Við nánari rannsókn þá er niðurstaðan sú að það getur ekki verið annað en gaman í kringum þig, hvar sem maður er á landinu! Ég þakka því guði (aðallega þér samt) fyrir þessa bloggsíðu og það á hverjum einasta degi! :) Þú ert algjör gullmoli, og rúmlega það!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Heyrðu nú mig.

      Ég á eiginlega ekki til nein orð handa þér. Ég ætla bara að skæla yfir þínum orðum, hahahaha.

      Engar áhyggjur með LV trefilinn. Ég tímdi ekki einu sinni að kaupa mér trefil á 5000 kall í Zöru um daginn!

      Takk fyrir að lesa! Og takk fyrir þetta komment sem gladdi mig meira en ég get lýst með orðum! :-)

      Delete
  6. hahahahahahaha... Þú drepur mig !!! Ég byrjaði að lesa og fannst sagan svo spennandi að ég hafði mig ekki við í að rífa mig frá tölvunni og sinna grátandi barninu !! hló svo bara og hló og barnið grét.. Þú ert snillingur! ;)

    Kv. Ragna Lóa

    ReplyDelete
  7. hróðný kristjáns.October 11, 2013 at 9:44 PM

    ó hvað þetta er ógeðslega fyndið! og ég svo glöð að ég er ekki ein um að "veggfóðra" klósettsetuna með pappír og óska mér þess að ég geti svifið um gólfin án þess að snerta neitt á svona skítasjoppuklósettum.
    kv. hróðný.

    ReplyDelete