Sep 29, 2013

Bits and bobs.

Við mæðginin tökum regluleg stefnumót á Skype þegar ég er í burtu. Förum yfir heimanámið og svona. Kyssum hvort annað í gegnum tölvuskjáinn og hjartað mitt brotnar smá úr söknuði. Stundum vildi ég að ég gæti bara geymt hann í vasanum og haft hann alltaf hjá mér.


Aumingja Yarisinn minn. Hann er aldrei fallegasta stelpan á ballinu. Sama hvar honum er lagt.

 
Ah, það verður svo gott að komast í þennan litla faðm aftur. 

Ég má til með að sýna ykkur þessar ægilega fínu gallabuxur sem ég keypti mér í Gyllta kettinum. Þær eru fáránlega þægilegar og hrikalega flottar. Það er smávegis teygja í þeim - slíkur eiginleiki hentar mjög vel fyrir minn bingókúlubossa. Þær voru ódýrar líka og til í allskonar útgáfum. Já. Ég elska köttinn gyllta!

 
Í gær fór ég í spa. Ég fékk slopp og inniskó. Og fór í gufubað. Og nudd. Og drakk freyðivín. Ég hefði vel getað dáið úr hamingju og notalegheitum. Starfsfólkið þurfti eiginlega að skúra mig út því ég neitaði að hverfa aftur til raunveruleikans.

Í gærkvöldi skálaði ég síðan við Pjattrófurnar. Ég er mjög spennt fyrir því að vera komin í þeirra félagsskap.

 
Ég átti voðalega ljúfan sunnudag í dag. Væflaðist á milli kaffihúsa og svolgraði í mig hvern bollann á fætur öðrum. Varð skyndilega sextug og gleymdi mér yfir lífsreynslusögum í Vikunni á meðan ég nartaði í eplaköku.

 
Það var mikill klassi yfir kvöldmáltíðinni þennan sunnudaginn. Ég dröslaði heim með mér hálfum kjúkling úr Hagkaup sem ég borðaði af pappadisk. Ég tók meira að segja lærið af kjúklingnum, dýfði því í sósuna og borðaði með puttunum.

 Pappadiskur og át með puttum - þessi máltíð hefði auðvitað verið fullkomin ef hún hefði farið fram í hjólhýsi. Og ég verið með rúllur í hárinu.

Jæja. Ég ætla að fara og kaupa mér ís. Sko á jógúrtís á Yoyo. Ekki spikfeitan rjómaís. Nei. Aldrei. Oj bara.

Heyrumst!

10 comments:

  1. var farin að SAKNA svo !!!

    ReplyDelete
  2. Þrususkemmtileg færsla, sonur þinn er alltaf sama krúttsprengjan - er viss um að lesendur þessarar síður hljóti allir sem einn að vera aðdáendur þeirrar rúsínu þó við þekkjum ykkur fæst. Svo finnst mér þessi kjúklingamáltíð bara hljóma girnilega - hvíthyskisleg eða ekki :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahaha, það er sko ekki hægt annað en að vera aðdáandi litla molans míns. Lofa.

      Máltíðin var ljómandi - enda ekkert að því að hvíthyskjast af og til! :)

      Delete
  3. Ja thin luði, minna um blogg
    Xxx b

    ReplyDelete
  4. Æ nei! Plís ekki ganga til liðs við Pjattrófurnar, það er svo mikið af vafasamri eðlishyggju í gangi þar og skrifum um hvernig á að vera svona eða hinsegin til þess að uppfylla hinar endalausu kröfur sem sem samfélagið hefur búið til fyrir konur. Ég er bara tiltölulega nýlega farin að lesa bloggið þitt en ég elska húmorinn þinn og vægðalausu sjálfshæðnina. Plís haltu því áfram, á eigin vegum. Plís, plís, plís.

    ReplyDelete
  5. Algjörlega sammála síðasta ræðumanni! Plís ekki ganga til liðs við Pjattrófurnar, ég hefði ekki getað orðað ástæðurnar fyrir því betur sjálf!

    ReplyDelete
  6. EKKI FARA TIL ÞESSARA PJATTRÓFA (rof) ÞÆR ERU ROF Á SAMFÉLAGINU. ÓRAUNULEGT OG LEIÐINLEG SKRIF UM KONUR, FYRIR KONUR, TIL KVENNA, HANDA KONUM.
    ekki.
    plís.
    plís.
    Æ

    ReplyDelete
  7. Ég sé ekkert athugavert við það að Guðrún Veiga vilji nýta sér þennan vettvang til að ná til fleiri lesenda. Hvað sem manni kann að finnast um Pjattrófurnar og þeirra ritstjórnarstefnu þá er staðreynd að vefurinn er firnamikið lesinn og er þess vegna snjöll leið til að fleiri kynnist dásamlegum ritstíl og skemmtilegheitum Gveigu. Ef hún rígheldur í sín prinsipp og lætur ekki glossvæða sig þá gætu hennar skrif einmitt verið frískandi mótvægi við efnishyggjuna og yfirborðsmennskuna sem gjarnan einkenna Pjattrófurnar, þó svo að mér finnist það ekki einhlítt - inn á milli eru þarna vitræn skrif, auk þess sem þær styðja við alls kyns góðgerðarstarfsemi sem hlýtur að teljast jákvætt. Minn draumur (og ég held að við, lesendur þessarar síðu verðum að muna að við eigum ekki að stjórna ferðinni, heldur frekar vera þakklátar fyrir þetta frábæra blogg), væri að þetta blogg héldi áfram ásamt occasional skemmtilegum, vitrænum skrifum á Pjattið - aðallega til að hala inn fleiri lesendur á þessa síðu, og vekja athygli á snilli höfundar hennar. Það væri að mínu mati dúndurgott fyrirkomulag, en ég veit að ég held áfram að lesa gveigu hvar sem skrif hennar birtast.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég fór nú bara næstum að skæla þegar ég las þetta!

      Takk fyrir þessi dásamlegu orð! **

      Delete