Sep 27, 2013

Föstudagur.


Það var afskaplega fallegur dagur hérna í höfuðborginni í dag. Fallegir dagar eru svo ljómandi góðir fyrir sálina.


Minn dagur hófst hinsvegar ekkert sérstaklega skemmtilega. Ég sá nokkrar litlar pöddur skríða út um sprungu í flisunum inni á baðherbergi. Verandi brjálæðislega handlagin tuggði ég fimm Extratyggjó og tróð í sprunguna. Hef ekki séð pöddu síðan. 


Ég datt inn í Rauða krossinn á Laugarveginum í dag. Þar var kjóll. Þið vitið hvernig þessi saga endar.


Já. Ég keypti hann. Fyrir málefnið sko. Fyrst og fremst. Styrkja hjálparsamtökin. Já.


Þarna var ég að athuga hvort það væri ekki örugglega hægt að dansa í honum. Það er lykilatriði við alla kjóla. Þeir verða að hafa dansmöguleika.


Ég datt líka þarna inn í dag. Ekki í fyrsta skipti í þessari Reykjarvíkurferð. Nei. Heldur í annað sinn. Stundum þarf ég bara smá jólaloft í lungun. Ég hlustaði líka á jólalög í gærkvöldi - en það er önnur saga.

Nóg í bili.

Heyrumst!

No comments:

Post a Comment