Sep 26, 2013

Fimm hlutir á fimmtudegi.


Stundum er nauðsynlegt að leggjast bara í götuna og leyfa haustinu að umlykja sig. Elsku haustið mitt.
 Mín vegna mætti vera haust alla daga. Alltaf.



Dásamlegur humar úr bústaðarferðinni um síðustu helgi. Ég elska humar! Af hverju er hann svona dýr? Af hverju er ég fátækur námsmaður? LÍN leyfir mér ekki sinu sinni þann munað að splæsa í rækjur. 



Ókei. Ég hefði kannski getað keypt mér einn pakka af rækjum í staðinn fyrir nýjan kjól. Hann er bara svo fallegur. Og ég svo veikgeðja.


Þetta er besta nammi í heimi. Fyrir utan bingókúlur, auðvitað. Fæst í Megastore í Smáralind og ég ætla ekki einu sinni að segja ykkur hvað ég er búin að ryksuga í mig marga poka síðan ég kom hingað.


Ég kom í þessa íbúð á mánudaginn. Síðan þá hef ég ítrekað reynt að sjóða vatn til þess að búa til kaffi. En nei. Ég gat ekki áttað mig á barnalæsingunni á eldavélinni. Bara alls ekki. Fyrr en í morgun - fjórum dögum síðar. 

Ég var orðin fullviss um að ég hefði hlotið einhverskonar framheilaskaða án þess að taka eftir því. 28 ára og tekst ekki að opna barnalæsingar. 

Ég ætti ekki einu sinni að vera segja frá þessu.

Eigið notalegan fimmtudag!

Við heyrumst.

5 comments:

  1. Ég elska líka haust. Held samt þú gætir þá líka verið með þetta syndróm:
    http://www.youtube.com/watch?v=PaQeVPeNczo&feature=player_embedded


    kv frá DK
    heiðdís huld

    ReplyDelete
    Replies
    1. HAHAHAHAHAHA.

      Ég elska þetta myndband!

      Delete
    2. Ætla fara á morgun á Starbucks og fá mér PumpkinSpiceLatte og instagramma það.
      #mittens #fall #cosy

      best :)

      Delete
  2. Geðveikur kjóll! Hvar verslaðiru hann ?

    ReplyDelete