Sep 23, 2013

Reykjavík.

Í dag keyrði ég til Reykjavíkur og átti með sjálfri mér alveg ljómandi góða níu klukkutíma á þjóðveginum.

Að vera ein með sjálfri sér getur stundum verið ægilega notalegt. Og auðvitað nauðsynlegt.


Ekki kom ég til að stunda neinn saurlifnað í höfuðborginni. Ó, nei. Á miðvikudaginn hitti ég leiðbeinandann minn og á allt eins von á því að hún leiði mig fyrir aftökusveit. Ég hef það á tilfinningunni að ritgerðin mín sé ekki alveg eins mikið meistaraverk og ég held.


Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að bjóða mér í mat. Eða kaffi. Eða rauðvín. Akkúrat núna er ég að borða salat á tvíræðum aldri. Og popp. Þannig að já, ég er til í hvers kyns stefnumót.


Ég get líka alveg fallist á að fá heimsóknir. Ég tek þó ekki á móti gestum sem koma án rauðvíns. 

Maður á aldrei að hleypa neinum inn sem ekki hefur rauðvínsflöksu meðferðis. Svoleiðis fólki er ekki treystandi. Þið hafið það á hreinu.

Heyrumst fljótlega.

2 comments: