Nov 18, 2013

Hvatvísin.

Ég myndi segja að ég væri frekar hvatvís einstaklingur. Ég tala ó svo oft án þess að leiða hugann að því hvað ég er að röfla og hendi yfirleitt í framkvæmd hverri þeirri flugu sem ég fæ í hausinn - eh já, iðulega án mikillar umhugsunar. Þetta er kostur og galli. Ókei, mögulega meiri galli samt.

Á síðasta laugardag brast bara eitthvað innra með mér. Ég gat ekki hugsað mér annan dag án þess að komast í tæri við afkvæmi mitt. Það var bara ekki að ræða það. Að sjálfsögðu rauk ég beinustu leið inn á flugfelag.is og sá að það var vél að fara austur eftir rúmlega klukkutíma. Hugsaði ég mig tvisvar um? Nei.

Kostnaðurinn við þetta eina flugsæti - já. Honum mun ég halda leyndum. Að eilífu. Við skulum bara segja að jólagjafir verða í formi faðmlaga og núðlur í aðalrétt fram í febrúar eða svo.



Þegar hvatvísa Guðrún sest við stýrið er rökhugsun nákvæmlega engin. Svona eins og í morgun þá var ég lögð af stað upp í Egilsstaði á leið í flug aftur til Reykjavíkur þegar ég reif upp tölvuna mína og breytti fluginu. Já bara fyrir fáeina klukkutíma í viðbót.


Þessi litli molasykur er reyndar orðinn frekar lúinn á móður sinni. Hann hefur ítrekað beðið mig að láta sig í friði og leyfa sér að anda -  nú eða hætta að grenja í hárið á sér. Ég á það nefnilega til að faðma hann vel og vandlega og skæla dálítið í leiðinni. Það fer ferlega í taugarnar á honum. 

Nokkrir klukkutímar til stefnu. Ég ætla halda áfram að faðma og væla.

Heyrumst.

4 comments:

  1. Elsku snúðurinn!! Get bara ekki imyndað mér hvernig þetta er.
    Dáist að þér.
    Knús og pínu væl
    Kristjana

    ReplyDelete
  2. Flott gleraugu, hvar keyptir þú þau?

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég pantaði þau úr einhverri búð í USA fyrir alveg fjórum árum. Man því miður ekkert hvaðan.

      Delete