Nov 20, 2013

Heima að læra.





Bókhlaðan lokaði í hádeginu vegna jarðafarar og ég var tilneydd til þess að læra heima í staðinn. Það gengur ferlega. Ég er búin að setja í þvottavél, fara út í búð, borða, brjóta saman þvott, borða, ryksuga, skipta um á rúminu og borða aðeins meira. 

Núna sit ég á nærfötunum að borða. Borða já. Bingókúlur og hnetusmjör. Hlustandi á jólalög. Ég er einnig að reyna að sannfæra sjálfa mig um að ég eigi vel skilið smá kríu. Svona kósýheit gera mig agalega syfjaða.

Nei ég þarf að læra. Ég þarf samt dálítið að fara í Ikea. Ég á alvöru erindi þangað.

Ég á nefnilega ekkert jólaskraut. Það er verulega út úr karakter fyrir mig að dvelja í óskreyttri íbúð og kominn 20.nóvember. Á þessum tíma í fyrra var ég búin að skreyta jólatréð.

Ef ég læri í tvo tíma og fer svo í Ikea? Þá get ég borðað þar líka! Tvær flugur í einu höggi.  

Gott plan.

Heyrumst.

2 comments:

  1. Ertu með tvær tölvur? haha :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahahaha. Já sko ein er 6 ára og inniheldur fjögur ár af háskólanámi sjáðu til. Ég er haldin mikilli frestunaráráttu og nenni alls ekki að færa draslið yfir í nýju tölvuna. Frekar burðast ég með tvær tölvur - svooo mikið auðveldara! ;-)

      Delete