En já. Að óförum morgunsins.
Það var auðvitað kolsvartamyrkur. Ég brokkaði bara um með tónlistina í eyrunum og gleymdi mér alfarið í eigin hugsunum. Eins og svo oft áður. Áður en ég veit af - þá veit ég bara ekki neitt. Hvert í fjáranum var ég komin? Á þessum tímapukti var klukkan tæplega átta. Ég ákveð að snúa við, handviss um að ég viti nú alveg hvaða leið ég hafi hlaupið.
Nei. Ég vissi það sko ekki neitt. Eftir að hafa farið þónokkuð langt til baka, eða til hliðar, eða áfram - ég hef ekki hugmynd, þá var klukkan skyndilega orðin hættulega nálægt níu. Og ég engu nær um hvar í ósköpunum ég væri mögulega staðsett. Þarna var ég löngu hætt að geta hlaupið. Mér var líka orðið kalt - aðallega af því að ég var farin að svitna köldum svita við tilhugsunina að ég myndi líklega aldrei komast heim aftur. Ég var einnig að verða svöng og við ákveðið mikla svengd þá dey ég. Bara dey.
Ókei. Mig langaði líka smá að gráta. Og hringja í mömmu.
Þarna stend ég á götuhorni eins og týndur rakki þegar ég man að ég er auðvitað að hlusta á tónlist í símanum mínum. Já. Sími. Þar er meðal annars GPS-tæki. Og sá möguleiki er einnig fyrir hendi að hringja út fólk og láta bjarga sér. Ah, eftir að hafa væflast um vegalaus í næstum tvo tíma þá man ég! Einmitt. Frábært.
Ég ákvað að smella GPS-inu á áður en ég myndi hefjast handa við að gera mig að fífli með símhringingum. Viti menn. Ég var svo gott sem við dyrnar heima hjá mér. Án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Annað mínusstig fyrir mig.
Núna er klukkan að ganga ellefu. Ég sit hérna uppdúðuð og innvafin. Að ná upp hita eftir þessar hrakfarir ætlar ekki að reynast mér auðvelt.
Ég þarf kannski að fara örlítinn könnunarleiðangur um mitt nánasta umhverfi fljótlega. Svona svo ég viti almennt hvar ég er stödd þegar ég hætti mér lengra en 100 metra frá útidyrunum.
Eða hætta bara þessu hlaupaveseni. Já. Það er líklega best.
Heyrumst!
Ertu flutt í stórborgina? Eða "stórborgina" Reykjavik, haha að villast þar er smá fyndið. (hvað gerir þú þá ef stödd ein erlendis?)
ReplyDeletePlús stig fyrir túbusjónvarpið, mínusstig fyrir naglalakksleysi (blasfemía.)
kveðja naglalakksperrinn í DK,
heiðdís
Ég er flutt í stórborgina Reykjavík! Hahahaha - og komandi úr 1000 manna bæ sem hefur að geyma eina aðalgötu þá getur kona nú alveg villst. Hlaupandi í myrkrinu! ;-)
ReplyDeleteAlein í útlöndum? Það er allt annar handleggur. Þá má ég alveg vera villt!
Já. Fokking naglalakksleysi. Ég er búin að bæta úr því núna. Lofa.
Hlaup er stórhættuleg athöfn sem skal undir engum kringumstæðum stunda! Finnst líka vanta naglalakk á þig!
ReplyDeleteflott blómin á veggnum...
ReplyDeletekveðja, urður.